Fæ ég ekki áfallahjálp? Óttar Guðmundsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. Í byrjun var áfallahjálp takmörkuð við þá sem höfðu horfst í augu við dauðann. Með vaxandi velmegun og öryggi neyddust menn þó til að skilgreina áföll og áfallahjálp uppá nýtt. Nýlega var lögreglumaður handtekinn vegna misferlis og var öllum samstarfsmönnum hans var boðin áfallahjálp. Ég hélt reyndar að lögreglumenn hefðu lífsreynslu og þroska til að takast á við slík tíðindi. Þetta er tímanna tákn. Flugvél sem lendir í ókyrrð kallar á áfallahjálp fyrir farþegana. Vitni að bankaráni þurfa hjálp. Aðstandendur eiga rétt á áfallahjálp eftir eðlileg dauðsföll gamalmenna. Bráðum verður hrópað á sálarhjálp þegar dekk springur á bíl eða einhver missir af strætó. Maðurinn ræður ekki lengur við uppákomur daglegs lífs. Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum. Langalangamma mín missti 10 börn í gröfina og þrjá eiginmenn. Samtímamenn hennar þurftu að fást við náttúruhamfarir, sjúkdóma og ungbarnadauða án formlegrar áfallahjálpar. Hvernig lifði þetta fólk af? Hefði áfallahjálp breytt einhverju? Hefði Hallgrímur Pétursson ort Passíusálmana ef hann hefði fengið áfallahjálp eftir dauða Steinunnar dóttur sinnar. Hefði Bergþórshvoll brunnið forðum hefði Hildigunnur fengið eðlilega áfallahjálp eftir fall Höskuldar Hvítanesgoða? Er áfallahjálpin kannski að endurforrita söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Áfallahjálp var kynnt til sögunnar fyrir alvöru árið 1995 í Súðavíkur- og Flateyrarslysunum. Íbúar á þessum svæðum og hjálparsveitir þurftu á sálrænni aðstoð að halda til að koma í veg fyrir áfallastreituröskun. Á svipstundu varð áfallahjálp að ofnotuðu töfraorði sem allir áttu rétt á. Í byrjun var áfallahjálp takmörkuð við þá sem höfðu horfst í augu við dauðann. Með vaxandi velmegun og öryggi neyddust menn þó til að skilgreina áföll og áfallahjálp uppá nýtt. Nýlega var lögreglumaður handtekinn vegna misferlis og var öllum samstarfsmönnum hans var boðin áfallahjálp. Ég hélt reyndar að lögreglumenn hefðu lífsreynslu og þroska til að takast á við slík tíðindi. Þetta er tímanna tákn. Flugvél sem lendir í ókyrrð kallar á áfallahjálp fyrir farþegana. Vitni að bankaráni þurfa hjálp. Aðstandendur eiga rétt á áfallahjálp eftir eðlileg dauðsföll gamalmenna. Bráðum verður hrópað á sálarhjálp þegar dekk springur á bíl eða einhver missir af strætó. Maðurinn ræður ekki lengur við uppákomur daglegs lífs. Tilveran á að vera fyrirsjáanleg og þægileg. Komi eitthvað óvænt uppá er eðilegt að kalla eftir áfallahjálp sem allir eiga rétt á. Fólk ber ekki lengur ábyrgð á eigin viðbrögðum og tilfinningum. Langalangamma mín missti 10 börn í gröfina og þrjá eiginmenn. Samtímamenn hennar þurftu að fást við náttúruhamfarir, sjúkdóma og ungbarnadauða án formlegrar áfallahjálpar. Hvernig lifði þetta fólk af? Hefði áfallahjálp breytt einhverju? Hefði Hallgrímur Pétursson ort Passíusálmana ef hann hefði fengið áfallahjálp eftir dauða Steinunnar dóttur sinnar. Hefði Bergþórshvoll brunnið forðum hefði Hildigunnur fengið eðlilega áfallahjálp eftir fall Höskuldar Hvítanesgoða? Er áfallahjálpin kannski að endurforrita söguna?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun