Gætir jafnvægis, þótt sagnfræðin sé honum kær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2016 11:00 Guðmundur Hálfdanarson lauk doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild. Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira