Loeb nær forystunni aftur í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:02 Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu í gær. Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent
Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent