Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 10:30 Radiohead árið 1997. Vísir/Getty Nú þegar tilkynnt hefur verið að breska hljómsveitin Radiohead muni stíga á stokk á Secret Solstice-tónleikahátíðinni hér á landi í sumar er ekki úr vegi að kveikja á tímavélinni og rifja upp tónleika þeirra á annarri tónleikahátíð, tónleika sem tímaritið Q valdi sem þá bestu sem nokkru sinni hafa farið fram. Árið 1997 var Radiohead aðalnúmerið á Glastonbury-tónleikahátíðinni og tónleikar þeirra þar eru löngu orðnir goðsagnakenndir. Árið hafði verið afskaplega gott fyrir Radiohead. Plata þeirra, OK Computer, var nýkomin út og gagnrýnendur voru á einu máli, platan væri meistarastykki.„Fyrsta plata 21. aldarinnar“, „Heimsins mikilvægasta og framsæknasta hljómsveit“, „Hinir einu sönnu arftakar Bítlanna“... Svona hljóðuðu dómar gagnrýnenda á OK Computer og var því beðið eftir tónleikum Radiohead á Glastonbury með mikilli eftirvæntingu.Thom Yorke, söngvari og aðalsprauta Radiohead.Vísir/GettySáu ekki neitt, heyrðu ekki neitt Ekki er vitað hversu margir voru á tónleikunum en þeir voru að lágmarki 40.000 og eflaust mun fleiri þar sem þetta árið var einhverskonar vesen varðandi miðamál og fjölmargir komust inn á hátíðina án miða. Mannhafið var í það minnsta gríðarlegt en meðlimir Radiohead sáu lítið sem ekkert á meðan tónleikunum stóð. Ljósum á sviðinu var miðað beint í áttina á þeim, eitthvað sem fór sérstaklega í taugarnar á Thom Yorke sem hótaði að hætta í miðjum klíðum. Við þetta bætist að monitorar sveitarinnar klikkuðu ítrekað þannig að hún átti í erfiðleikum með að heyra hvað hún væri nákvæmlega að spila. „Ljósin á sviðsgólfinu brunnu í augunum á Thom sem sá hvorki né heyrði neitt,“ sagði Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead seinna í viðtali. „Hann hitti ekki nóturnar sínar og labbaði nærri af sviðinu áður en Jonny og Ed töluðu hann af því.“ Fyrstu sex til sjö lögin sá Thom því bara alls ekki neitt en rétt áður en sveitin taldi í Paranoid Android fékk Yorke nóg, skipaði ljósamanninum að slökkva ljósin á sviðinu og beina þeim að áhorfendaskaranum eins og sjá má í upphafi þessa myndbands.Að mörgu leyti olli þetta augnablik algjörum straumhvörfum á ferli Radiohead. Á þessu augnabliki varð eitthvað til sem gerði það að verkum að Radiohead öðlaðist ofurfrægð, ofurfrægð sem síðar átti eftir að keyra þörf hljómsveitarinnar til þess að fjarlægjast OK Computer eins mikið og hægt var. Þegar ljósin beindust að áhorfendum og Yorke sá í fyrsta skipti þær tugþúsundir sem komnar voru til að hlíða á Radiohead mátti greinilega heyra hvað honum brá og rak hann upp undrunarhljóð. Það er eins og á nákvæmlega því augnabliki hafi hann áttað sig á því hvað hann hafi skapað. Eftir þetta augnablik fóru tónleikarnir á algjört flug enda voru næstu lög á eftir Paranoid Android hin geysivinsælu lög Karma Police og Creep. Áhorfendur heilluðust með og úr varð það sem Q útnefndi bestu tónleika sögunnar og Michael Eavis, stofnandi Glastonbury, sagði hafa verið mögnuðustu tónleika síðustu 30 ára í sögu hátíðarinnar.Thom Yorke vildi hætta eftir tónleikaferðalagið Fiskisagan flaug, tónleikarnir fengu strax ótrúlega dóma og Radiohead hélt af stað í tónleikaferð um heiminn þar sem hljómsveitin spilaði á rúmlega 100 tónleikum í fjórum heimsálfum á rétt rúmu ári, ávallt fyrir fullu húsi. Tónleikaferðalagið tók mikinn toll af meðlimum Radiohead og sérstaklega Thom Yorke eins og sjá má í hinni frábæru heimildarmynd Meeting People is Easy en kvikmyndagerðarmaðurinn Grant McGee fylgdi sveitinni á þessu tónleikaferðalagi og náði einstökum myndum af hljómsveit að brotna undan álagi og gífurlegum vinsældum.Thom rakti þetta beint til Glastonbury-tónleikanna og þá sérstaklega til augnabliksins þegar ljósin voru kveikt og hljómsveitin fékk að sjá með berum augum hversu vinsæl hún væri orðin. „Allt sem hefur gerst frá Glastonbury hefur verið vonbrigði. Þegar ég kallaði á ljósamanninn okkar að snúa ljósunum að áhorfendunum og ég sá 40.000 manns, ljósin, tjöldin, allt saman. Mér hefur aldrei liðið eins áður. Þetta var ekki mennsk tilfinning, þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Thom og var augljóslega mikið niðri fyrir. Eitthvað þurfti að breytast og þegar kom að því að gera næstu plötu gat Thom Yorke einfaldlega ekki hugsað sér að að spila á gítar framar. „Í hvert einasta skipti sem ég tók upp gítar hryllti mig við. Ég byrjaði að semja lag en hætti alltaf við um leið, faldi lagið í skúffu, kíkti á það aftur seinna áður en ég henti því í ruslið,“ sagði Thom Yorke um hvernig honum leið áður en upptökur á næstu plötu sveitarinnar hófust.Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead.Vísir/GettyKid A var afsprengi OK Computer tónleikaferðalagsins Úr varð Kid A sem kom út árið 2000 eftir langt og strangt upptökuferli þar sem meðlimir Radiohead könnuðu hljóðheima sem voru þeim ókunnugir. Gítarleikarinn Ed O'Brien sagði til að mynda að þetta tímabil hafi verið ógurlega erfitt og lýsti því sem „gríðastóru orkusjúgandi svartholi.“ Þrátt fyrir það reyndist Kid A vera annað meistarastykki sem fékk frábæra dóma þrátt fyrir að vera algjör stefnubreyting af hálfu sveitarinnar. Sveitin fór frá hinu hefðbundna gítarrokki sínu yfir í rafræna tilraunamennsku. Algjör U-beygja. Platan festi Radiohead endanlega í sessi sem eina af virtustu hljómsveitum sögunnar. Allt þetta má rekja til tónleikaferðalagsins eftir OK Computer sem fór fyrst almennilega á stað eftir að ljósin voru kveikt á Glastonbury-hátíðinni. „Eftir OK Computer tónleikaferðalagið fannst okkur við þurfa að breyta öllu,“ sagði bassaleikarinn Colin Greenwood. „Það voru aðrar gítarhljómsveitir að gera svipaða hluti og við höfðum gert. Við urðum að breyta til.” Á Kid A má greinilega merkja að platan hafi verið tilraun sveitarinnar til þess að vinna út úr öllu því sem gengið hafði á frá því að sveitin spilaði á Glastonbury-hátíðinni. Í laginu How to Disappear Completely má til að mynda finna eftirfarandi textabrot:Strobe lights and blown speakersFireworks and hurricanesI'm not hereThis isn't happening Bein tilvitnun í reynsluna af tónleikunum Radiohead á Glastonbury þegar ljósin blinduðu þá, monitorarnir klikkuðu og Radiohead varð að því sem hún er í dag.Svo heppilega vill til að tónleikar Radiohead voru teknir upp. Því miður hafa þeir aldrei verið gefnir út en sem betur fer er Youtube til og þar má finna upptöku af tónleikunum í sæmilegum gæðum. Tónlist Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú þegar tilkynnt hefur verið að breska hljómsveitin Radiohead muni stíga á stokk á Secret Solstice-tónleikahátíðinni hér á landi í sumar er ekki úr vegi að kveikja á tímavélinni og rifja upp tónleika þeirra á annarri tónleikahátíð, tónleika sem tímaritið Q valdi sem þá bestu sem nokkru sinni hafa farið fram. Árið 1997 var Radiohead aðalnúmerið á Glastonbury-tónleikahátíðinni og tónleikar þeirra þar eru löngu orðnir goðsagnakenndir. Árið hafði verið afskaplega gott fyrir Radiohead. Plata þeirra, OK Computer, var nýkomin út og gagnrýnendur voru á einu máli, platan væri meistarastykki.„Fyrsta plata 21. aldarinnar“, „Heimsins mikilvægasta og framsæknasta hljómsveit“, „Hinir einu sönnu arftakar Bítlanna“... Svona hljóðuðu dómar gagnrýnenda á OK Computer og var því beðið eftir tónleikum Radiohead á Glastonbury með mikilli eftirvæntingu.Thom Yorke, söngvari og aðalsprauta Radiohead.Vísir/GettySáu ekki neitt, heyrðu ekki neitt Ekki er vitað hversu margir voru á tónleikunum en þeir voru að lágmarki 40.000 og eflaust mun fleiri þar sem þetta árið var einhverskonar vesen varðandi miðamál og fjölmargir komust inn á hátíðina án miða. Mannhafið var í það minnsta gríðarlegt en meðlimir Radiohead sáu lítið sem ekkert á meðan tónleikunum stóð. Ljósum á sviðinu var miðað beint í áttina á þeim, eitthvað sem fór sérstaklega í taugarnar á Thom Yorke sem hótaði að hætta í miðjum klíðum. Við þetta bætist að monitorar sveitarinnar klikkuðu ítrekað þannig að hún átti í erfiðleikum með að heyra hvað hún væri nákvæmlega að spila. „Ljósin á sviðsgólfinu brunnu í augunum á Thom sem sá hvorki né heyrði neitt,“ sagði Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead seinna í viðtali. „Hann hitti ekki nóturnar sínar og labbaði nærri af sviðinu áður en Jonny og Ed töluðu hann af því.“ Fyrstu sex til sjö lögin sá Thom því bara alls ekki neitt en rétt áður en sveitin taldi í Paranoid Android fékk Yorke nóg, skipaði ljósamanninum að slökkva ljósin á sviðinu og beina þeim að áhorfendaskaranum eins og sjá má í upphafi þessa myndbands.Að mörgu leyti olli þetta augnablik algjörum straumhvörfum á ferli Radiohead. Á þessu augnabliki varð eitthvað til sem gerði það að verkum að Radiohead öðlaðist ofurfrægð, ofurfrægð sem síðar átti eftir að keyra þörf hljómsveitarinnar til þess að fjarlægjast OK Computer eins mikið og hægt var. Þegar ljósin beindust að áhorfendum og Yorke sá í fyrsta skipti þær tugþúsundir sem komnar voru til að hlíða á Radiohead mátti greinilega heyra hvað honum brá og rak hann upp undrunarhljóð. Það er eins og á nákvæmlega því augnabliki hafi hann áttað sig á því hvað hann hafi skapað. Eftir þetta augnablik fóru tónleikarnir á algjört flug enda voru næstu lög á eftir Paranoid Android hin geysivinsælu lög Karma Police og Creep. Áhorfendur heilluðust með og úr varð það sem Q útnefndi bestu tónleika sögunnar og Michael Eavis, stofnandi Glastonbury, sagði hafa verið mögnuðustu tónleika síðustu 30 ára í sögu hátíðarinnar.Thom Yorke vildi hætta eftir tónleikaferðalagið Fiskisagan flaug, tónleikarnir fengu strax ótrúlega dóma og Radiohead hélt af stað í tónleikaferð um heiminn þar sem hljómsveitin spilaði á rúmlega 100 tónleikum í fjórum heimsálfum á rétt rúmu ári, ávallt fyrir fullu húsi. Tónleikaferðalagið tók mikinn toll af meðlimum Radiohead og sérstaklega Thom Yorke eins og sjá má í hinni frábæru heimildarmynd Meeting People is Easy en kvikmyndagerðarmaðurinn Grant McGee fylgdi sveitinni á þessu tónleikaferðalagi og náði einstökum myndum af hljómsveit að brotna undan álagi og gífurlegum vinsældum.Thom rakti þetta beint til Glastonbury-tónleikanna og þá sérstaklega til augnabliksins þegar ljósin voru kveikt og hljómsveitin fékk að sjá með berum augum hversu vinsæl hún væri orðin. „Allt sem hefur gerst frá Glastonbury hefur verið vonbrigði. Þegar ég kallaði á ljósamanninn okkar að snúa ljósunum að áhorfendunum og ég sá 40.000 manns, ljósin, tjöldin, allt saman. Mér hefur aldrei liðið eins áður. Þetta var ekki mennsk tilfinning, þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Thom og var augljóslega mikið niðri fyrir. Eitthvað þurfti að breytast og þegar kom að því að gera næstu plötu gat Thom Yorke einfaldlega ekki hugsað sér að að spila á gítar framar. „Í hvert einasta skipti sem ég tók upp gítar hryllti mig við. Ég byrjaði að semja lag en hætti alltaf við um leið, faldi lagið í skúffu, kíkti á það aftur seinna áður en ég henti því í ruslið,“ sagði Thom Yorke um hvernig honum leið áður en upptökur á næstu plötu sveitarinnar hófust.Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead.Vísir/GettyKid A var afsprengi OK Computer tónleikaferðalagsins Úr varð Kid A sem kom út árið 2000 eftir langt og strangt upptökuferli þar sem meðlimir Radiohead könnuðu hljóðheima sem voru þeim ókunnugir. Gítarleikarinn Ed O'Brien sagði til að mynda að þetta tímabil hafi verið ógurlega erfitt og lýsti því sem „gríðastóru orkusjúgandi svartholi.“ Þrátt fyrir það reyndist Kid A vera annað meistarastykki sem fékk frábæra dóma þrátt fyrir að vera algjör stefnubreyting af hálfu sveitarinnar. Sveitin fór frá hinu hefðbundna gítarrokki sínu yfir í rafræna tilraunamennsku. Algjör U-beygja. Platan festi Radiohead endanlega í sessi sem eina af virtustu hljómsveitum sögunnar. Allt þetta má rekja til tónleikaferðalagsins eftir OK Computer sem fór fyrst almennilega á stað eftir að ljósin voru kveikt á Glastonbury-hátíðinni. „Eftir OK Computer tónleikaferðalagið fannst okkur við þurfa að breyta öllu,“ sagði bassaleikarinn Colin Greenwood. „Það voru aðrar gítarhljómsveitir að gera svipaða hluti og við höfðum gert. Við urðum að breyta til.” Á Kid A má greinilega merkja að platan hafi verið tilraun sveitarinnar til þess að vinna út úr öllu því sem gengið hafði á frá því að sveitin spilaði á Glastonbury-hátíðinni. Í laginu How to Disappear Completely má til að mynda finna eftirfarandi textabrot:Strobe lights and blown speakersFireworks and hurricanesI'm not hereThis isn't happening Bein tilvitnun í reynsluna af tónleikunum Radiohead á Glastonbury þegar ljósin blinduðu þá, monitorarnir klikkuðu og Radiohead varð að því sem hún er í dag.Svo heppilega vill til að tónleikar Radiohead voru teknir upp. Því miður hafa þeir aldrei verið gefnir út en sem betur fer er Youtube til og þar má finna upptöku af tónleikunum í sæmilegum gæðum.
Tónlist Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira