Fjárfestar Twitter hafa beitt miklum þrýstingi undanfarið á að samfélagsmiðillinn taki breytingum og skili hagnaði.
Fyrsti miðillinn til að vekja athygli á brottförunum um helgina var tæknimiðillinn re/Code. Jack Dorsey tísti svo um málið í nótt. Hann sagðist hafa vonast til þess að geta rætt þetta við starfsmenn Twitter, en hann þyrfti að tjá sig vegna fréttanna.
Was really hoping to talk to Twitter employees about this later this week, but want to set the record straight now: pic.twitter.com/PcpRyTzOlW
— Jack (@jack) January 25, 2016
Dorsey sagði að yfirmennirnir fjórir hefðu allir kosið að yfirgefa Twitter, en þau voru öll ráðin af fyrrverandi forstjóra Twitter, Dick Costolo.
Fyrirtækið var í miklum vandræðum þegar Dorsey tók við í október, eftir miklar mannabreytingar, stefnubreytingar og sí lækkandi hlutabréfaverð. Það fyrsta sem Dorsey gerði var að reka fjölda fólks.
Twitter hefur mistekist að breyta samfélagsmiðli sínum til að laða að fleiri notendur. Ljóst er að það er eitt af markmiðum Dorsey. Að gera Twitter auðveldara í notkun. Nú þegar er búið að skipta favorate-stjörnunni út fyrir like-hjarta og er unnið að því að hækka hámarkslengd tísta úr 140 stöfum í tíu þúsund.
Í dag eru virkir notendur Twitter um 320 milljónir. Fjölgun þeirra hefur gengið hægar en fjárfestar hafa vonast til og tekjuöflun fyrirtækisins hefur einnig ekki staðist væntingar.