Viðskipti erlent

Hvernig Facebook gerir 360 gráðu myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Tæknirisinn Facebook hóf að birta 360 gráðu myndbönd á samfélagsmiðli sínum í september í fyrra. Myndböndin hafa vakið töluverða athygli og þykja mörg þeirra vera glæsileg. Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, birti í gær myndband sem útskýrir hvernig áðurnefnd myndbönd eru framleidd.

Facebook á sýndarveruleikafyrirtækið Oculus VR og bindur miklar vonir við framtíð 360 gráðu myndbanda. Fyrirtækið birtir reglulega360 gráðu myndbönd hér á sérstakri síðu. Þar má sjá mikið af stórfenglegum myndböndum.

Myndböndin er hægt að horfa á í símum og í tölvum. Í símum breytist sjónarhorn myndbandsins eftir því hvert myndavélinni er beint. Í tölvum er hægt að draga með músinni og breyta þannig sjónarhorninu.

Zuckerberg segir einnig frá því að á síðasta ári hafi notendur farið frá því að horfa á 1 milljarð myndbanda á Facebook á degi hverjum, í átta milljarða á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×