Söngkonan Adele var söluhæsti tónlistarmaður síðasta árs samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry.
Yfir fimmtán milljón eintök seldust af plötu hennar 25 á síðasta ári, frá útgáfunni í nóvember, þar af seldust 2,65 milljón eintaka í Bretlandi.
Velgengni söngkonunnar fór varla framhjá mörgum. Fyrsta lagi plötunnar, Hello, var halað niður milljón sinnum í Bandaríkjunum á einni viku. Yfir 1,11 milljón eintök seldust af Hello samkvæmt Billboard.
Hello var fyrsta smáskífa Adele til að komast beint á toppinn á vinsældalista í Bandaríkjunum.
Adele söluhæsti tónlistarmaður síðasta árs

Tengdar fréttir

Adele bannar Donald Trump að nota tónlistina hennar í kosningabaráttunni
Breska söngkonan Adele segist aldrei hafa gefið Donald Trump leyfi til að nota tónlistina hennar í kosningabaráttu sinni.

Platan frá Adele hefur selst í fleiri eintökum en FIFA 16
Adele sló rækilega í gegn undir lok ársins og sló hún hvert metið á fætur öðru með plötunni sinni 25. Platan er mest selda afþreyingarefni ársins 2015 og seldi hún fleiri eintök en FIFA 16 tölvuleikurinn sem kom einnig út á árinu.

Adele á rúntinum: Rappari, Spice Girls aðdáandi og datt nýlega í það þrjú kvöld í röð
James Corden og heitasta söngkona jarðarinnar Adele fóru á rúntinn um London á dögunum en hann keyrir oft með stjörnum um alla borg í dagskrálið sem nefnist Carpool Karaoke.