Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið Höskuldur Kári Schram skrifar 6. febrúar 2016 18:56 vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni Borgunarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni
Borgunarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira