Segja rappið hunsað: Tónlistarfólk ósátt við tilnefningarnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 19:54 Tónlistarfólk gagnrýnir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, sem kunngjörðar voru síðdegis, hafa verið gagnrýndar harðlega víða á samfélagsmiðlum í dag. Ósættið snýr meðal annars að því hversu fáar tilnefningar fóru til rapptónlistar, nú þegar íslenskt rapp hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælla. Nokkur umræða hefur verið um málið á Twitter undir kassamerkinu #hoodístón og virðist fólk sammælast um það að Gísli Pálmi, MC Gauti og Reykjavíkurdætur hefðu átt að fá tilnefningu í ár. „Leiðinlegt að sjá hvað rapptónlist og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgrúppur fá tilnefningu, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur. Á ári rappsins 2015,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgr...Posted by Logi Pedro Stefánsson on 5. febrúar 2016 Halldór Halldórsson grínisti, eða Dóri DNA, tekur í sama streng. „Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins,“ segir hann á Twitter. Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Þá furðar Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur í upptökuteyminu StopWaitGo, sig á því skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu. Hópurinn á mörg af vinsælustu lögum ársins og segir hann viðhorfið heldur forneskjulegt. Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða...Posted by Pálmi Ragnar Ásgeirsson on 5. febrúar 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 4.mars næstkomandi, en tilnefningarnar má sjá hér. Fleiri ummæli má sjá hér fyrir neðan. Hvaða gömlu fretarar sem skilja ekki að rapptónlist átti 2015? Það er ekki einusinni ég að egotrippa, það er staðreynd.— Emmsjé (@emmsjegauti) February 5, 2016 Þegar horft verður á sögu tónlistarverðlaunanna verður eins og rappsprengingin árið 2015 hafi aldrei átt sér stað. Það er sick.— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 5, 2016 er GP of ekta fyrir etta?— Sturla Atlas (@sturlaatlas) February 5, 2016 Ég þarf enga svona viðurkenningu. Mér finnst þetta bara niðurdrepandi fyrir upprennandi listamenn sem leggja sig fram til að skapa eitthvað— GKR baby (@GKROFFICIAL) February 5, 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, sem kunngjörðar voru síðdegis, hafa verið gagnrýndar harðlega víða á samfélagsmiðlum í dag. Ósættið snýr meðal annars að því hversu fáar tilnefningar fóru til rapptónlistar, nú þegar íslenskt rapp hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælla. Nokkur umræða hefur verið um málið á Twitter undir kassamerkinu #hoodístón og virðist fólk sammælast um það að Gísli Pálmi, MC Gauti og Reykjavíkurdætur hefðu átt að fá tilnefningu í ár. „Leiðinlegt að sjá hvað rapptónlist og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgrúppur fá tilnefningu, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur. Á ári rappsins 2015,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Leiðinlegt að sjá hvað rappmúsík og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgr...Posted by Logi Pedro Stefánsson on 5. febrúar 2016 Halldór Halldórsson grínisti, eða Dóri DNA, tekur í sama streng. „Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins,“ segir hann á Twitter. Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016 Þá furðar Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur í upptökuteyminu StopWaitGo, sig á því skilyrði að lag þurfi að vera partur af plötu til að þeir sem framleiði það geti hlotið tilnefningu. Hópurinn á mörg af vinsælustu lögum ársins og segir hann viðhorfið heldur forneskjulegt. Með mörg af vinsælustu íslensku lögum síðasta árs (Lítil skref, Í síðasta skipti, No More, Party, Skál fyrir þér, Rauða...Posted by Pálmi Ragnar Ásgeirsson on 5. febrúar 2016 Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 4.mars næstkomandi, en tilnefningarnar má sjá hér. Fleiri ummæli má sjá hér fyrir neðan. Hvaða gömlu fretarar sem skilja ekki að rapptónlist átti 2015? Það er ekki einusinni ég að egotrippa, það er staðreynd.— Emmsjé (@emmsjegauti) February 5, 2016 Þegar horft verður á sögu tónlistarverðlaunanna verður eins og rappsprengingin árið 2015 hafi aldrei átt sér stað. Það er sick.— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 5, 2016 er GP of ekta fyrir etta?— Sturla Atlas (@sturlaatlas) February 5, 2016 Ég þarf enga svona viðurkenningu. Mér finnst þetta bara niðurdrepandi fyrir upprennandi listamenn sem leggja sig fram til að skapa eitthvað— GKR baby (@GKROFFICIAL) February 5, 2016
Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög