Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Sæunn Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2016 00:01 Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, hefur yfir mörgu að gleðjast. Hlutabréfaverð félagsins er 18 sinnum hærra en árið 2004. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni. Tækni Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni.
Tækni Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira