Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:55 Elín segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. Vísir/Daníel Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira