Toyota kaupir Daihatsu að fullu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 10:32 Daihatsu Copen er einn nokkurra afar spennandi smábíla frá Daihatsu. Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent
Toyota, sem átt hefur 51% ráðandi hlut í Daihatsu frá því árið 1988, hefur nú keypt upp allt fyrirtækið. Um endanleg kaup Toyota á Daihatsu hefur nokkuð verið fjallað um á erlendum bílavefsíðum síðustu daga og því koma kaupin ef til vill ekki mikið á óvart nú. Engin fjárútlát verða hjá Toyota við þessi kaup þar sem hluthafarnir sem áttu restina í Daihatsu fengu í staðinn hluti í Toyota og fyrir hvert bréf í Daihatsu fengu þeir 0,27 hluti í Toyota. Daihatsu deild Toyota, ef má kalla má hana svo nú, mun einbeita sér að smíði smárra bíla sem bæði munu bera merki Daihatsu og Toyota. Toyota mun miðla nýjustu tækni sinni í þessa bíla og bæði fyrirtækin munu njóta dreifingarkerfis hvors annars. Þetta þýðir að fleiri Toyota bílar verða nú smíðaðir af Daihatsu. Daihatsu hefur nú þegar smíðað bíla fyrir Toyota, meðal annars Scion xB, sem seldur hefur verið í Bandaríkjunum, en sá bíll var byggður á Daihatsu Materia.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent