Konurnar unnu í kjallaranum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 10:15 Maðurinn var handtekinn í Vík í Mýrdal í gær. Vísir/Getty „Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
„Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32