SA varð í gær Íslandsmeistari í íshokkí í kvennaflokki eftir 3-1 sigur á Birninum í Egilshöll.
SA vann úrslitaeinvígið því 2-0 en liðið vann fyrri leikinn á Akureyri 10-2.
Kolbrún Garðarsdóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Linda Brá Sveinsdóttir skoruðu mörk SA en sú síðastnefnda tók svo við bikarnum í leikslok. Kristín Ingadóttir skoraði mark Bjarnarins.
Þetta er tíunda árið í röð sem SA verður Íslandsmeistari í kvennaflokki.

