Haldið í hefðir Homeworld Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2016 09:15 Þrívíddin er farin en víðfeðmið er enn til staðar. Árið 1999 kom leikurinn Homeworld út. Segja má að hann hafi verið árum á undan samtíma sínum og var hann fyrsti herkænskuleikurinn sem gerðist í þrívídd. Hann fjallaði um íbúa plánetunnar Kharak sem fundu geimskip grafið í sandi og notuðu þeir það til að flýja deyjandi plánetuna og óvinveittar geimverur. Leikirnir Homeworld: Cataclysm og Homeworld 2 fylgdu svo eftir á næstu fjórum árum. Margsinnis hefur verið reynt að endurskapa sjarma Homeworld leikjanna en fáum hefur tekist það. Þar til nú. Hópur fólks sem kom að gerð upprunalega leiksins hefur nú gert leikinn Homeworld: The Deserts of Kharak sem gerist, eins og nafnið gefur til kynna, í eyðimörkum Kharak, og fjallar um fund geimskipsins.Frá 1999 hefur margt breyst og herkænskuleikir hafa tekið stakkaskiptum. Á sama tíma og framleiðendur DOK ná að gera leikinn nýstárlegan tekst þeim í senn að halda í það sem gerði Homeworld leikina svona heillandi. Sem og áður snýst leikurinn að miklu leyti um móðurskip sem notað er til að framleiða hernaðartæki og safna auðlindum. Að þessu sinni gerist leikurinn þó ekki í þrívídd og á jörðu niðri en ekki í geimnum. Það breytir nokkuð spilunarmöguleikunum. Hins vegar er DOK eins erfiður og forverar sínir og er spilurum refsað fyrir mistök sín mörg borð fram í tímann. Auðlindir eru takmarkaðar og mikilvægt er að skipuleggja framleiðslu og hernað vel. Í grunninn er hver tegund „unita“ með sérstaka tegund óvina sem hún hentar best gegn og er veikust gegn. Það að tapa skriðdrekum í tilgangslausri sókn reynist dýrkeypt þar sem spilarar þurfa að notast við færri skriðdreka í næsta borði.Fornt geimskip fannst grafið í sandi.Graffík leiksins er fín þó hún sé ekki framúrskarandi og maður fær á tilfinninguna að framleiðendur leiksins hafi ekki haft úr miklu fjármagni að moða. Sem er líklegast rétt sé miðað við stærð fyrirtækisins Blacbird Interactive, sem framleiddur DOK. Hljóðið er hins vegar frábært og spilunin er það einnig. Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að geta notað stóra skriðdreka til að gera árás á óvinn þinn og á sama tíma nota sandöldur til að læðast aftan að þeim og koma þeim á óvart. Þeir eru kannski ekki margir sem spiluðu gömlu Homeworld leikina hér á Íslandi, en eftir Homeworld: The Deserts of Kharak er kjörið að kíkja á þá gömlu. Sérstaklega þar sem pússað var upp á þá árið 2014.Hér má sjá úr endurgerðinni af Homeworld eitt. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Árið 1999 kom leikurinn Homeworld út. Segja má að hann hafi verið árum á undan samtíma sínum og var hann fyrsti herkænskuleikurinn sem gerðist í þrívídd. Hann fjallaði um íbúa plánetunnar Kharak sem fundu geimskip grafið í sandi og notuðu þeir það til að flýja deyjandi plánetuna og óvinveittar geimverur. Leikirnir Homeworld: Cataclysm og Homeworld 2 fylgdu svo eftir á næstu fjórum árum. Margsinnis hefur verið reynt að endurskapa sjarma Homeworld leikjanna en fáum hefur tekist það. Þar til nú. Hópur fólks sem kom að gerð upprunalega leiksins hefur nú gert leikinn Homeworld: The Deserts of Kharak sem gerist, eins og nafnið gefur til kynna, í eyðimörkum Kharak, og fjallar um fund geimskipsins.Frá 1999 hefur margt breyst og herkænskuleikir hafa tekið stakkaskiptum. Á sama tíma og framleiðendur DOK ná að gera leikinn nýstárlegan tekst þeim í senn að halda í það sem gerði Homeworld leikina svona heillandi. Sem og áður snýst leikurinn að miklu leyti um móðurskip sem notað er til að framleiða hernaðartæki og safna auðlindum. Að þessu sinni gerist leikurinn þó ekki í þrívídd og á jörðu niðri en ekki í geimnum. Það breytir nokkuð spilunarmöguleikunum. Hins vegar er DOK eins erfiður og forverar sínir og er spilurum refsað fyrir mistök sín mörg borð fram í tímann. Auðlindir eru takmarkaðar og mikilvægt er að skipuleggja framleiðslu og hernað vel. Í grunninn er hver tegund „unita“ með sérstaka tegund óvina sem hún hentar best gegn og er veikust gegn. Það að tapa skriðdrekum í tilgangslausri sókn reynist dýrkeypt þar sem spilarar þurfa að notast við færri skriðdreka í næsta borði.Fornt geimskip fannst grafið í sandi.Graffík leiksins er fín þó hún sé ekki framúrskarandi og maður fær á tilfinninguna að framleiðendur leiksins hafi ekki haft úr miklu fjármagni að moða. Sem er líklegast rétt sé miðað við stærð fyrirtækisins Blacbird Interactive, sem framleiddur DOK. Hljóðið er hins vegar frábært og spilunin er það einnig. Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að geta notað stóra skriðdreka til að gera árás á óvinn þinn og á sama tíma nota sandöldur til að læðast aftan að þeim og koma þeim á óvart. Þeir eru kannski ekki margir sem spiluðu gömlu Homeworld leikina hér á Íslandi, en eftir Homeworld: The Deserts of Kharak er kjörið að kíkja á þá gömlu. Sérstaklega þar sem pússað var upp á þá árið 2014.Hér má sjá úr endurgerðinni af Homeworld eitt.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira