Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 11:30 Stilla úr myndbandinu frá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Vísir/YouTube Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira