Sjóðheitt myndband frá Bergljótu Arnalds: Allt tekið upp ofan í vatni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2016 12:30 Virkilega skemmtilegt myndband og lag. vísir Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira