Bera efni á Laugardalsvöllinn sem leysir upp klakann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 06:30 Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður á Lagardalsvellinum, að störfum í gær. Vísir/Vilhelm Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn. Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira