Það er sameiginlegt mat SA og ASÍ að meginforsendur kjarasamninganna frá 29. maí í fyrra hafi staðist sé tekið tillit til samninga sem aðilar hafa síðan gert með sér. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi forsendunefndar samninganefndar sem fram fór í dag.
Samtökin hafa ákveðið að fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum fram á næsta ár en síðasta sumar kynnti stjórnin viðamiklar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga.
Aðrar niðurstöður forsendunefndar eru þær að kaupmáttur launa sé „umtalsvert meiri“ en við gerð kjarasamninganna. Þá hafi launahækkanirnar, sem í samningum aðila fólust, verið stefnumarkandi fyrir aðra aðila á markaði. Í meginatriðum hafi aðrir samningar, sem undirritaðir voru eftir 29. maí, kveðið á um sambærilegar launahækkanir og því hafi þessi forsenda staðist.
Forsendur kjarasamninga hafa staðist

Tengdar fréttir

Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum
Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda.

Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum
Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda.