Flottur Toyota C-HR í Genf Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 09:56 Toyota C-HR. Bílasýningin í Genf hefst á morgun og verða þar margar frumsýningar á nýjum bílum. Meðal þeirra verður sýndur þessi knái jepplingur frá Toyota, C-HR. Þessi bíll er svo til óbreyttur frá frumsýningu fyrri bíls Toyota, sem fyrirtækið sýndi sem Scion bíl á LA Auto Show bílasýningunni í fyrra. Scion er í eigu Toyota og bílar með því merki hafa aðallega verið markaðssettir í Bandaríkjunum en Toyota tók nýverið ákvörðun um að leggja niður merkið Scion og setja Toyota merkið á þá alla í framhaldinu. Framljós C-HR hafa þó breyst frá fyrri gerð og eru nú grimmari og ekki lengur kringluleit. Einnig hefur bæst við loftinntak fyrir neðan Toyota merkið og fyrir vikið er framendi bílsins laglegri og sportlegri. Ekki er loku fyrir það skotið að þessi nýi bíll Toyota minni örlítið á Nissan Juke og er bíllinn í sama stærðarflokki og á örugglega að rífa sölu frá þeim bíl. Toyota mun kynna þennan nýja bíl með tvinntækni en hann verður einnig í boði sem hefðbundinn bíll með brunavél. Bíllinn er með sama undirvagn og nýr Toyota Prius. Toyota hefur ekki látið uppi hvenær von er á markaðssetningu þessa nýja bíls en kannski skýrist það á bílasýningunni í Genf.Toyota C-HR tilraunabíllinn séður aftan frá. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Bílasýningin í Genf hefst á morgun og verða þar margar frumsýningar á nýjum bílum. Meðal þeirra verður sýndur þessi knái jepplingur frá Toyota, C-HR. Þessi bíll er svo til óbreyttur frá frumsýningu fyrri bíls Toyota, sem fyrirtækið sýndi sem Scion bíl á LA Auto Show bílasýningunni í fyrra. Scion er í eigu Toyota og bílar með því merki hafa aðallega verið markaðssettir í Bandaríkjunum en Toyota tók nýverið ákvörðun um að leggja niður merkið Scion og setja Toyota merkið á þá alla í framhaldinu. Framljós C-HR hafa þó breyst frá fyrri gerð og eru nú grimmari og ekki lengur kringluleit. Einnig hefur bæst við loftinntak fyrir neðan Toyota merkið og fyrir vikið er framendi bílsins laglegri og sportlegri. Ekki er loku fyrir það skotið að þessi nýi bíll Toyota minni örlítið á Nissan Juke og er bíllinn í sama stærðarflokki og á örugglega að rífa sölu frá þeim bíl. Toyota mun kynna þennan nýja bíl með tvinntækni en hann verður einnig í boði sem hefðbundinn bíll með brunavél. Bíllinn er með sama undirvagn og nýr Toyota Prius. Toyota hefur ekki látið uppi hvenær von er á markaðssetningu þessa nýja bíls en kannski skýrist það á bílasýningunni í Genf.Toyota C-HR tilraunabíllinn séður aftan frá.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent