Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 17:56 Sindri Sigurgeirsson flytur setningarræðu sína. vísir/vilhelm „Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri. Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri.
Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15
Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48