Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2016 16:13 Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. Sex framhaldsskólar á landsbygðinni hafa ákveðið að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár vegna breytinga sem ráðgert er að gera á fyrirkomulagi keppninnar. Verið er að skoða hvort skólarnir geti haldið sína eigin keppni á Akureyri. Nemendafélög Menntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólans á Tröllaskaga, Verkmenntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólans á Laugum drógu sig úr keppninni. Í sameiginlegri yfirlýsingu síðastnefndu skólanna fimm segir að fyrirhugaðar breytingar á keppninni komi illa við skóla á landsbyggðinni og sé skólum mismunað eftir landfræðilegri staðsetningu.Nýtt fyrirkomulag veldur usla Til stendur að aðeins tólf atriði taki þátt í lokakeppninni sem fram fer í Reykjavík 9. apríl. Hver skóli þarf að senda upptöku af sínu atriði inn til sérstakrar dómnefndar sem metur atriðin og velur þau sem munu taka þátt í aðalkeppninni. Hver skóli greiðir 40 þúsund krónur fyrir það að senda inn slíka upptöku auk þess sem þeir skólar sem valdir verða áfram í lokakeppninni greiða 30 þúsund í þátttökugjald. Þá bætist við að skólar þurfa að skuldbinda sig til þess að selja 20 til nemenda sinna á aðalkeppnina. Þetta gagnrýna nemendafélögin harðlega og segja ekkert tillit tekið til þess aukakostnaðar sem falli á nemendafélög landsbyggðarskóla, dýrt sé að senda keppendur tvisvar til Reykjavíkur auk áhorfenda.Skoða það að halda eigin keppni á AkureyriÍ yfirlýsingu frá nemendafélagi Menntaskólans á Akureyri er tekið undir þessi sjónarmið skólanna fimm og því bætt við að skólarnir séu með fyrirætlanir um að halda eigin keppni á Akureyri með skólum sem ekki hyggjast taka þátt í söngkeppni Framhaldsskólanna. Söngkeppnin er gjarnan einn stærsti viðburður félagslífsins í skólaári framhaldsskólanna. Forsvarsmenn keppninnar segja þó að svo virðist sem að dvínandi áhugi hafi virst fyrir keppninni og reynst hafi erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni. Keppnin hefur gjarnan verið haldin á Akureyri en stjórn keppninnar ákvað að það væri ekki hægt í ár vegna kostnaðar við að halda keppnina þar, hefði þáttökugjald þurft að vera um 150 þúsund krónur. Til þess að halda þáttökugjaldinu niðri hefði því verið ákveðið að að flytja söngkeppnina til Reykjavíkur.Sameiginleg yfirlýsing nemendafélaga VMA, FAS, FL, VA og MTRVA dregur sig úr söngkeppni FramhaldsskólannaÍ ljósi fyrirhugaðra breytinga og þeirra breytinga sem hafa orðið á Sö...Posted by Nemendafélag VA on Friday, 26 February 2016Yfirlýsing Hugins, nemendafélags Menntaskólans á AkureyriUndanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á Söngkeppni framhaldsskólanna. Í ár hafa orðið enn frekari breytingar sem fela í sér að einungis 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni.Þetta hefur orðið til þess að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur þegar dregið sig úr keppninni og ætlum við í Menntaskólanum á Akureyri að gera slíkt hið samaFyrirkomulag keppninnar í ár er þannig háttað að allir skólar borga þátttökugjald óháð því hvort þeir komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki. Þeir skólar sem svo fá tækifæri til að flytja atriði sitt í keppninni þurfa svo að greiða frekara þátttökugjald auk þess að vera skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna.Líkt og Þórduna hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.Stjórn Hugins:Agnes Erla Hólmarsdóttir, meðstjórnandiBjarki Bernardsson, gjaldkeriFannar Rafn Gíslason, varaformaðurFjölnir Brynjarsson, formaðurJóhanna Þorgilsdóttir, skemmtannastjóriÓlafur Ingi Sigurðarson, forseti hagsmunaráðsÓskar Jóel Jónsson, ritariSigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, forseti fjáröflunarnefndar Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Sex framhaldsskólar á landsbygðinni hafa ákveðið að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár vegna breytinga sem ráðgert er að gera á fyrirkomulagi keppninnar. Verið er að skoða hvort skólarnir geti haldið sína eigin keppni á Akureyri. Nemendafélög Menntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólans á Tröllaskaga, Verkmenntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólans á Laugum drógu sig úr keppninni. Í sameiginlegri yfirlýsingu síðastnefndu skólanna fimm segir að fyrirhugaðar breytingar á keppninni komi illa við skóla á landsbyggðinni og sé skólum mismunað eftir landfræðilegri staðsetningu.Nýtt fyrirkomulag veldur usla Til stendur að aðeins tólf atriði taki þátt í lokakeppninni sem fram fer í Reykjavík 9. apríl. Hver skóli þarf að senda upptöku af sínu atriði inn til sérstakrar dómnefndar sem metur atriðin og velur þau sem munu taka þátt í aðalkeppninni. Hver skóli greiðir 40 þúsund krónur fyrir það að senda inn slíka upptöku auk þess sem þeir skólar sem valdir verða áfram í lokakeppninni greiða 30 þúsund í þátttökugjald. Þá bætist við að skólar þurfa að skuldbinda sig til þess að selja 20 til nemenda sinna á aðalkeppnina. Þetta gagnrýna nemendafélögin harðlega og segja ekkert tillit tekið til þess aukakostnaðar sem falli á nemendafélög landsbyggðarskóla, dýrt sé að senda keppendur tvisvar til Reykjavíkur auk áhorfenda.Skoða það að halda eigin keppni á AkureyriÍ yfirlýsingu frá nemendafélagi Menntaskólans á Akureyri er tekið undir þessi sjónarmið skólanna fimm og því bætt við að skólarnir séu með fyrirætlanir um að halda eigin keppni á Akureyri með skólum sem ekki hyggjast taka þátt í söngkeppni Framhaldsskólanna. Söngkeppnin er gjarnan einn stærsti viðburður félagslífsins í skólaári framhaldsskólanna. Forsvarsmenn keppninnar segja þó að svo virðist sem að dvínandi áhugi hafi virst fyrir keppninni og reynst hafi erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni. Keppnin hefur gjarnan verið haldin á Akureyri en stjórn keppninnar ákvað að það væri ekki hægt í ár vegna kostnaðar við að halda keppnina þar, hefði þáttökugjald þurft að vera um 150 þúsund krónur. Til þess að halda þáttökugjaldinu niðri hefði því verið ákveðið að að flytja söngkeppnina til Reykjavíkur.Sameiginleg yfirlýsing nemendafélaga VMA, FAS, FL, VA og MTRVA dregur sig úr söngkeppni FramhaldsskólannaÍ ljósi fyrirhugaðra breytinga og þeirra breytinga sem hafa orðið á Sö...Posted by Nemendafélag VA on Friday, 26 February 2016Yfirlýsing Hugins, nemendafélags Menntaskólans á AkureyriUndanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á Söngkeppni framhaldsskólanna. Í ár hafa orðið enn frekari breytingar sem fela í sér að einungis 12 skólar af 30 munu fá tækifæri til að taka þátt í lokakeppninni.Þetta hefur orðið til þess að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur þegar dregið sig úr keppninni og ætlum við í Menntaskólanum á Akureyri að gera slíkt hið samaFyrirkomulag keppninnar í ár er þannig háttað að allir skólar borga þátttökugjald óháð því hvort þeir komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki. Þeir skólar sem svo fá tækifæri til að flytja atriði sitt í keppninni þurfa svo að greiða frekara þátttökugjald auk þess að vera skylt að selja 20 miða á keppnina með tilheyrandi ferðakostnaði fyrir skóla, sérstaklega af landsbyggðinni.Við teljum að þessar breytingar séu ekki til hagsmunabóta, hvorki fyrir keppendur né framhaldsskólanemanda almennt. Við sjáum því ekki hag okkar að þessu sinni í því að taka þátt en fyriráætlanir eru um að halda okkar eigin keppni hér fyrir norðan, ásamt VMA og fleiri skólum sem hyggjast ekki taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna.Líkt og Þórduna hvetjum við því aðra skóla, sem og landsmenn alla, að kynna sér málið og fylgja því eftir.Stjórn Hugins:Agnes Erla Hólmarsdóttir, meðstjórnandiBjarki Bernardsson, gjaldkeriFannar Rafn Gíslason, varaformaðurFjölnir Brynjarsson, formaðurJóhanna Þorgilsdóttir, skemmtannastjóriÓlafur Ingi Sigurðarson, forseti hagsmunaráðsÓskar Jóel Jónsson, ritariSigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, forseti fjáröflunarnefndar
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. 26. febrúar 2016 11:30