Engin deild kemur býr við jafn slæman húsakost á Landspítalanum og deild 33C. Húsnæðið hriplekur og myglusveppur grasserar. Á deildinni dvelja meðal annars mæður sem eiga þið fæðingaþunglyndi að stríða.
Hulda Birna Vignisdóttir og Einar Einarsson dvöldu þau ásamt nýfæddri dóttur sinni í desember síðastliðnum. Dvölin kom Huldu Birnu upp úr mjög alvarlegu fæðingarþunglyndi og nú vill litla fjölskyldan gefa eitthvað til baka. Rætt var við Huldu og Einar í Ísland í dag og húsakynni 33c skoðuð.
Ísland í dag: Aðstaðan á deildinni óboðleg fyrir mæður
Tengdar fréttir

Langaði ekki í barnið
Fjölskylda sem dvaldi á 33C vegna fæðingarþunglyndis móður hefur söfnun fyrir deildinni í dag. Þau segja aðstöðuna á deildinni hræðilega fyrir veikar mæður og nýfædd börn. Tíu til fimmtán nýbakaðar mæður eru lagðar inn á ári