Vefsalan farin í gang hjá Lax-Á Karl Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2016 10:42 Hermann Svendsen með lax úr opnun Blöndu sumarið 2012 Mynd: www.lax-a.is Vefsalan hjá Lax-Á hefur verið opnuð og þar má finna leyfi í margar af vinsælustu veiðiám landsins og er Blanda líklega sú sem mest er sótt í. Frá opnun til loka júlí er löngu uppselt og þar komast færri að en vilja. Það er svo sem ekkert skrítið að mikið hafi verið sótt í ánna enda metsumar að baki 2015 og ekkert sem bendir til annars en að seiðabúskapurinn í ánni sé í miklum blóma og annað gott sumar sé í vændum. Besti dílinn er hins vegar í Blöndu II en það er svæði sem er stórkostlega vanmetið en mikið af laxi gengur þarna í gegn á hverju sumri en þar sem svæðið er víðfemt þarf að þekkja það aðeins eða fá leiðsögn frá leiðsögumönnum. Leyfin eru á 20.000 og 26.000 svo betri díl er varla hægt að gera í góðri laxveiðiá í dag. Önnur veiðisvæði hjá Lax-Á sem eru komin á vefsöluna eru t.d. Eystri Rangá, Hallá, Hvannadalsá, Miðdalsá, Langadalsá, Svartá, Sogið og Tungufljót. Mikil ásókn er í veiðileyfi þessa dagana eftir metsumarið í fyrra og veiðileyfasalar verða einnig varir við mikla aukningu erlendra ferðamanna til landsins en það var svo sem ekki við öðru að búast eftir metsumarið 2015. Vefsöluna hjá Lax-Á má finna hér. Mest lesið Norðurá komin í 106 laxa Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Opnunarhollið í Norðurá landaði 76 löxum Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði
Vefsalan hjá Lax-Á hefur verið opnuð og þar má finna leyfi í margar af vinsælustu veiðiám landsins og er Blanda líklega sú sem mest er sótt í. Frá opnun til loka júlí er löngu uppselt og þar komast færri að en vilja. Það er svo sem ekkert skrítið að mikið hafi verið sótt í ánna enda metsumar að baki 2015 og ekkert sem bendir til annars en að seiðabúskapurinn í ánni sé í miklum blóma og annað gott sumar sé í vændum. Besti dílinn er hins vegar í Blöndu II en það er svæði sem er stórkostlega vanmetið en mikið af laxi gengur þarna í gegn á hverju sumri en þar sem svæðið er víðfemt þarf að þekkja það aðeins eða fá leiðsögn frá leiðsögumönnum. Leyfin eru á 20.000 og 26.000 svo betri díl er varla hægt að gera í góðri laxveiðiá í dag. Önnur veiðisvæði hjá Lax-Á sem eru komin á vefsöluna eru t.d. Eystri Rangá, Hallá, Hvannadalsá, Miðdalsá, Langadalsá, Svartá, Sogið og Tungufljót. Mikil ásókn er í veiðileyfi þessa dagana eftir metsumarið í fyrra og veiðileyfasalar verða einnig varir við mikla aukningu erlendra ferðamanna til landsins en það var svo sem ekki við öðru að búast eftir metsumarið 2015. Vefsöluna hjá Lax-Á má finna hér.
Mest lesið Norðurá komin í 106 laxa Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Opnunarhollið í Norðurá landaði 76 löxum Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði