Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 12:58 Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02