Til skammar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Skrifað var undir nýja búvörusamninga fyrir helgi. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar landbúnaðar- og fjármálaráðuneyta annars vegar og bænda hins vegar. Enginn fulltrúi neytenda. Helst hefur lengd samninganna vakið athygli, en samið var til tíu ára. Með samningunum verða hendur Alþingis bundnar í rúm tvö kjörtímabil. Næsta ríkisstjórn, og um leið þeir kjósendur sem að baki henni standa, verður þannig svipt þeim rétti að geta haft áhrif á landbúnaðarstefnuna, sem vill svo merkilega til að er eitt stærsta neytendamál okkar tíma, á eftir peningamálum. Þá vekur tímalengdin enn meiri athygli þar sem lög gera ráð fyrir að svona samningar séu gerðir til eins árs. Heimild er til að gera þá til lengri tíma, án frekari skýringa. Tíföldun meginreglunnar er sláandi. Sér í lagi þegar haft er í huga að löggjafinn, Alþingi Íslendinga, þar sem kjörnir fulltrúar eiga að fjalla um landsmálin og taka ákvarðanir, kom með engum hætti að gerð samninganna. Þetta skiptir máli af því að um verulegar peningafjárhæðir er að ræða. Gert er ráð fyrir að um fjórtán milljarðar á ári renni til bænda í gegnum samninginn. Þannig munu skattgreiðendur á tíu ára tímabili greiða tugi milljarða án þess að ávinningurinn sé þeim ljós, þó örugglega sé hann einhver einhvers staðar. Furðu sætir að landbúnaðarráðherra sjái sér svona vinnubrögð fær. Að gera samninga upp á gríðarlega háar fjárhæðir án þess að nefna það einu sinni við þingið. Hvað þá að hafa ekki mætt við samningaborðið með skýr samningsmarkmið af hálfu ríkisins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, nefndi Icesave-samningana til samanburðar í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær því þá samninga hefðu ráðherrar núverandi ríkisstjórnar jú gagnrýnt harðlega. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október á síðasta ári var samþykkt ályktun í landbúnaðarmálum. „Stefna ber að því að draga úr opinberum stuðningi við landbúnað og vinna að því að hann geti starfað á markaðsforsendum, meðal annars með því að stuðla að lækkun tilkostnaðar á öllum stigum framleiðslunnar.“ Nýir búvörusamningar eru þvert á þessa stefnu annars ríkisstjórnarflokksins, þar sem meðal annarra formaður þingflokks hefur sagt að hún muni aldrei samþykkja samningana á þingi. Nú mælist flokkur Pírata með mest fylgi stjórnmálaflokka landsins. Píratar tala manna mest um gagnsæi, opna stjórnsýslu og lýðræði. Allir aðrir flokkar eru í tilvistarkreppu og virðast ekki skilja af hverju fylgið forðast þá eins og pestina. Ríkisstjórnarflokkarnir, sem virðast ætla að þjösna þessum samningum í gegnum bakherbergi án umræðu og stefnumótunar, ættu að reyna að greina af hverju það er og svara kalli samtímans um betri vinnubrögð. Langflestir Íslendingar eru stoltir af íslenskum landbúnaði. Þeir velja frekar gott hráefni sem hefur ákveðinn gæðastimpil. Það er hins vegar ljóst að hagræðing og samkeppni er landbúnaðinum holl eins og öðrum atvinnugreinum. Íslenskur landbúnaður hefur alla burði til að hagræða og standast hvers kyns samkeppni að utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skrifað var undir nýja búvörusamninga fyrir helgi. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar landbúnaðar- og fjármálaráðuneyta annars vegar og bænda hins vegar. Enginn fulltrúi neytenda. Helst hefur lengd samninganna vakið athygli, en samið var til tíu ára. Með samningunum verða hendur Alþingis bundnar í rúm tvö kjörtímabil. Næsta ríkisstjórn, og um leið þeir kjósendur sem að baki henni standa, verður þannig svipt þeim rétti að geta haft áhrif á landbúnaðarstefnuna, sem vill svo merkilega til að er eitt stærsta neytendamál okkar tíma, á eftir peningamálum. Þá vekur tímalengdin enn meiri athygli þar sem lög gera ráð fyrir að svona samningar séu gerðir til eins árs. Heimild er til að gera þá til lengri tíma, án frekari skýringa. Tíföldun meginreglunnar er sláandi. Sér í lagi þegar haft er í huga að löggjafinn, Alþingi Íslendinga, þar sem kjörnir fulltrúar eiga að fjalla um landsmálin og taka ákvarðanir, kom með engum hætti að gerð samninganna. Þetta skiptir máli af því að um verulegar peningafjárhæðir er að ræða. Gert er ráð fyrir að um fjórtán milljarðar á ári renni til bænda í gegnum samninginn. Þannig munu skattgreiðendur á tíu ára tímabili greiða tugi milljarða án þess að ávinningurinn sé þeim ljós, þó örugglega sé hann einhver einhvers staðar. Furðu sætir að landbúnaðarráðherra sjái sér svona vinnubrögð fær. Að gera samninga upp á gríðarlega háar fjárhæðir án þess að nefna það einu sinni við þingið. Hvað þá að hafa ekki mætt við samningaborðið með skýr samningsmarkmið af hálfu ríkisins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, nefndi Icesave-samningana til samanburðar í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær því þá samninga hefðu ráðherrar núverandi ríkisstjórnar jú gagnrýnt harðlega. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október á síðasta ári var samþykkt ályktun í landbúnaðarmálum. „Stefna ber að því að draga úr opinberum stuðningi við landbúnað og vinna að því að hann geti starfað á markaðsforsendum, meðal annars með því að stuðla að lækkun tilkostnaðar á öllum stigum framleiðslunnar.“ Nýir búvörusamningar eru þvert á þessa stefnu annars ríkisstjórnarflokksins, þar sem meðal annarra formaður þingflokks hefur sagt að hún muni aldrei samþykkja samningana á þingi. Nú mælist flokkur Pírata með mest fylgi stjórnmálaflokka landsins. Píratar tala manna mest um gagnsæi, opna stjórnsýslu og lýðræði. Allir aðrir flokkar eru í tilvistarkreppu og virðast ekki skilja af hverju fylgið forðast þá eins og pestina. Ríkisstjórnarflokkarnir, sem virðast ætla að þjösna þessum samningum í gegnum bakherbergi án umræðu og stefnumótunar, ættu að reyna að greina af hverju það er og svara kalli samtímans um betri vinnubrögð. Langflestir Íslendingar eru stoltir af íslenskum landbúnaði. Þeir velja frekar gott hráefni sem hefur ákveðinn gæðastimpil. Það er hins vegar ljóst að hagræðing og samkeppni er landbúnaðinum holl eins og öðrum atvinnugreinum. Íslenskur landbúnaður hefur alla burði til að hagræða og standast hvers kyns samkeppni að utan.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun