Á yfir 50.000 vínylplötur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:00 Mynd/RyanHursh Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld. Sónar Tónlist Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld.
Sónar Tónlist Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira