Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 15:12 Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri óskar eftir að komast á salernið. „Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
„Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira