Ólöf Nordal leggur til stofnun millidómstigs Sæunn Gísladóttir skrifar 8. mars 2016 16:43 Samþykkt var að senda frumvarpið áfram í þingflokka ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. Vísisr/Ernir Verulegar breytingar verða gerðar á stjórnsýslu dómstólanna með þeim hætti að stofnað verður nýtt dómsstig, Landsréttur, og sameiginleg stjórnsýsla allra dómstiga verður færð undir nýja stofnun á vegum dómstólanna. Innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag annars vegar frumvarp til nýrra heildarlaga um dómstóla og hins vegar frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Samþykkt var að senda frumvarpið áfram í þingflokka ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. Áætlað er að heildarkostnaðaráhrif millidómstigs á ríkissjóð verði 596 milljónir króna. Með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru lagðar til viðamiklar breytingar á meðferð mála fyrir dómi sem leiða af stofnun millidómstigs. Meginmarkmið þeirra grundvallarbreytinga á dómstólaskipaninni sem frumvörpin fela í sér er í fyrsta lagi að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði fylgt á áfrýjunarstigi, bæði í einkamálum og sakamálum. Þannig verði komið til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að milliliðalaus sönnunarfærsla sé liður í réttlátri málsmeðferð samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er markmið frumvarpanna í öðru lagi það að létta álagi af Hæstarétti Íslands og gera honum betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. Loks er það markmið frumvarpanna að stuðla að vandaðri málsmeðferð í málum þar sem reynir á sérfræðileg atriði. Nýr áfrýjunardómstóllStofnaður verði nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, sem skipað verði á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar Íslands sem verður eftir sem áður æðsti dómstóll þjóðarinnar. Lagt er til að fimmtán dómarar eigi sæti við Landsrétt og að þrír dómarar taki þátt að meginstefnu þátt í meðferð hvers máls. Samhliða stofnun Landsréttar er ráðgert að dómurum við Hæstarétt Íslands fækki úr níu í sjö og að fimm dómarar taki hverju sinni þátt í meðferð máls, þó þannig að heimild verði til að skipa dóm sjö dómurum í undantekningartilvikum.Dómurum fjölgar um fjóraLagt er til að dómurum í héraði verði fjölgað úr 38 í 42. Sú tillaga kemur þó ekki til af stofnun millidómsstig eingöngu heldur er hún sett fram til að bregðast við nýlegum úrskurði kjararáðs um laun og starfskjör dómara frá 17. desember 2015 sem óhjákvæmilega kallar á fjölgun héraðsdómara. Með þessari fjölgun er tryggt að ekki þurfi að koma til setningar í embætti dómara vegna forfalla eða leyfa, nema í undantekningartilvikum. Lagðar eru til grundvallarbreytingar á stjórnsýslukerfi dómstólanna. Þannig er lagt til að dómstólaráð verði lagt niður en í stað þess verði sett á fót sérstök stjórnsýslustofnun innan dómskerfisins, er beri heitið dómstólasýslan, sem hafi það hlutverk að annast og vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra. Lagt til að heimild dómara til að gegna aukastörfum verði þrengd þannig að dómara verði að meginstefnu til óheimilt að taka að sér stjórnsýslustörf í þágu hins opinbera. Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem tryggja að kynjahlutfell í nefnd um dómarastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara verði sem jafnast. Gert er ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi við setningu í embætti dómara vegna leyfa og forfalla dómara á öllum dómstigum. Þannig er lagt til að framvegis verði ekki sett í embætti dómara nema í undantekningartilvikum og þá fyrst og fremst þegar hætta er á að dómstól verði óstarfhæfur vegna forfalla fleiri en eins dómara. Lagt er til að unnt verði að endurskoða öll atriði héraðsdóms fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum, með þeim almennu takmörkunum sem eru á málskotsheimildum og þeim almennu takmörkunum sem hér eftir sem hingað til leiða af meginreglum réttarfars. Þá er lagt til að heimilt verði að kalla til sérfróða meðdómsmenn bæði í héraði og fyrir Landsrétti.Allar skýrslutökur í héraði teknar uppÍ frumvarpinu er lagt til að til að allar skýrslutökur í héraði verði teknar upp í hljóði og mynd til þess að unnt sé að spila upptökurnar við aðalmeðferð fyrir Landsrétti ef þess gerist þörf við endurskoðun sönnunarmats. Sönnunarfærslu fyrir Landsrétti verði hagað þannig að mögulegt verði að leiða ný vitni við aðalmeðferð og sömuleiðis að taka viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Með þessu er komið til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi. Áfrýjun á dómum Landsréttar til Hæstaréttar verði í öllum tilvikum háð leyfi Hæstaréttar, bæði í einkamálum og sakamálum. Settar eru fram viðmiðanir sem Hæstiréttur skal líta til við ákvörðun um áfrýjunarleyfi. Tiltölulega þröng heimild verði til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu í máli og að uppfylltum fleiri skilyrðum, m.a. að ekki sé ágreiningur um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar.Kostnaður millidómsstigs 596 milljónir krónaVerði frumvarp til laga um dómstóla óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016. Þá fellur til 76 milljóna króna einskiptiskostnaður í formi stofnkostnaðar. Heildarkostnaðaráhrif millidómstigs eru metin á 596 milljónir króna. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög 2016 muni aukast um 76 milljónir króna árið 2017, 560 milljónir króna árið 2018, 533 milljónir króna árið 2019, 506 milljónir króna árið 2020 og 506 milljónir króna árið 2021. Við þetta bætist kostnaður vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Verði það óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 109,7 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018-2021. Þá er áætlað að til falli 28,1 milljónir króna einskiptiskostnaður árið 2017 í formi stofnkostnaðar. Dómstólar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Verulegar breytingar verða gerðar á stjórnsýslu dómstólanna með þeim hætti að stofnað verður nýtt dómsstig, Landsréttur, og sameiginleg stjórnsýsla allra dómstiga verður færð undir nýja stofnun á vegum dómstólanna. Innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag annars vegar frumvarp til nýrra heildarlaga um dómstóla og hins vegar frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Samþykkt var að senda frumvarpið áfram í þingflokka ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. Áætlað er að heildarkostnaðaráhrif millidómstigs á ríkissjóð verði 596 milljónir króna. Með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru lagðar til viðamiklar breytingar á meðferð mála fyrir dómi sem leiða af stofnun millidómstigs. Meginmarkmið þeirra grundvallarbreytinga á dómstólaskipaninni sem frumvörpin fela í sér er í fyrsta lagi að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði fylgt á áfrýjunarstigi, bæði í einkamálum og sakamálum. Þannig verði komið til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að milliliðalaus sönnunarfærsla sé liður í réttlátri málsmeðferð samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er markmið frumvarpanna í öðru lagi það að létta álagi af Hæstarétti Íslands og gera honum betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. Loks er það markmið frumvarpanna að stuðla að vandaðri málsmeðferð í málum þar sem reynir á sérfræðileg atriði. Nýr áfrýjunardómstóllStofnaður verði nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, sem skipað verði á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar Íslands sem verður eftir sem áður æðsti dómstóll þjóðarinnar. Lagt er til að fimmtán dómarar eigi sæti við Landsrétt og að þrír dómarar taki þátt að meginstefnu þátt í meðferð hvers máls. Samhliða stofnun Landsréttar er ráðgert að dómurum við Hæstarétt Íslands fækki úr níu í sjö og að fimm dómarar taki hverju sinni þátt í meðferð máls, þó þannig að heimild verði til að skipa dóm sjö dómurum í undantekningartilvikum.Dómurum fjölgar um fjóraLagt er til að dómurum í héraði verði fjölgað úr 38 í 42. Sú tillaga kemur þó ekki til af stofnun millidómsstig eingöngu heldur er hún sett fram til að bregðast við nýlegum úrskurði kjararáðs um laun og starfskjör dómara frá 17. desember 2015 sem óhjákvæmilega kallar á fjölgun héraðsdómara. Með þessari fjölgun er tryggt að ekki þurfi að koma til setningar í embætti dómara vegna forfalla eða leyfa, nema í undantekningartilvikum. Lagðar eru til grundvallarbreytingar á stjórnsýslukerfi dómstólanna. Þannig er lagt til að dómstólaráð verði lagt niður en í stað þess verði sett á fót sérstök stjórnsýslustofnun innan dómskerfisins, er beri heitið dómstólasýslan, sem hafi það hlutverk að annast og vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra. Lagt til að heimild dómara til að gegna aukastörfum verði þrengd þannig að dómara verði að meginstefnu til óheimilt að taka að sér stjórnsýslustörf í þágu hins opinbera. Lagt er til að lögfest verði ákvæði sem tryggja að kynjahlutfell í nefnd um dómarastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara verði sem jafnast. Gert er ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi við setningu í embætti dómara vegna leyfa og forfalla dómara á öllum dómstigum. Þannig er lagt til að framvegis verði ekki sett í embætti dómara nema í undantekningartilvikum og þá fyrst og fremst þegar hætta er á að dómstól verði óstarfhæfur vegna forfalla fleiri en eins dómara. Lagt er til að unnt verði að endurskoða öll atriði héraðsdóms fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum, með þeim almennu takmörkunum sem eru á málskotsheimildum og þeim almennu takmörkunum sem hér eftir sem hingað til leiða af meginreglum réttarfars. Þá er lagt til að heimilt verði að kalla til sérfróða meðdómsmenn bæði í héraði og fyrir Landsrétti.Allar skýrslutökur í héraði teknar uppÍ frumvarpinu er lagt til að til að allar skýrslutökur í héraði verði teknar upp í hljóði og mynd til þess að unnt sé að spila upptökurnar við aðalmeðferð fyrir Landsrétti ef þess gerist þörf við endurskoðun sönnunarmats. Sönnunarfærslu fyrir Landsrétti verði hagað þannig að mögulegt verði að leiða ný vitni við aðalmeðferð og sömuleiðis að taka viðbótarskýrslur af þeim sem gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi. Með þessu er komið til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi. Áfrýjun á dómum Landsréttar til Hæstaréttar verði í öllum tilvikum háð leyfi Hæstaréttar, bæði í einkamálum og sakamálum. Settar eru fram viðmiðanir sem Hæstiréttur skal líta til við ákvörðun um áfrýjunarleyfi. Tiltölulega þröng heimild verði til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu í máli og að uppfylltum fleiri skilyrðum, m.a. að ekki sé ágreiningur um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar.Kostnaður millidómsstigs 596 milljónir krónaVerði frumvarp til laga um dómstóla óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016. Þá fellur til 76 milljóna króna einskiptiskostnaður í formi stofnkostnaðar. Heildarkostnaðaráhrif millidómstigs eru metin á 596 milljónir króna. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög 2016 muni aukast um 76 milljónir króna árið 2017, 560 milljónir króna árið 2018, 533 milljónir króna árið 2019, 506 milljónir króna árið 2020 og 506 milljónir króna árið 2021. Við þetta bætist kostnaður vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Verði það óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 109,7 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018-2021. Þá er áætlað að til falli 28,1 milljónir króna einskiptiskostnaður árið 2017 í formi stofnkostnaðar.
Dómstólar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira