4chan stofnandi ráðinn til Google Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 13:09 Chris Poole, stofnandi hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, var á dögunum ráðinn til Google. Mynd/Getty Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið Google réði á dögunum stofnanda hinnar umdeildu vefsíðu 4chan, Chris Poole. Frá þessu greindi Poole sjálfur á Tumblr bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Segist hann vera mjög spenntur fyrir þessu nýja starfi, en hlutverk hans innan fyrirtækisins verður að bæta þá samfélagsmiðla sem Google á, einkum Google+, sem á sínum tíma átti að vera svar fyrirtækisins við Facebook. Poole segist hafa orðið var við það að þeir starfsmenn Google sem hann hefur hitt eigi það sameiginlegt að búa yfir gáfum, ástríðu og eldmóði. Auk þess dáist hann að þeim vilja sem fyrirtækið býr yfir þegar kemur að því að reyna að leysa þau stóru mál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.Deilur um ágæti 4chan4chan, síðan sem Poole stofnaði árið 2003, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ýmis mál. Það stærsta hefur vafalaust verið árið 2014 þegar notendur síðunnar birtu fyrstir allra nektarmyndir af frægu fólki, meðal annars af leikkonunni Jennifer Lawrence. Síðan var harðlega gagnrýnd í kjölfar þessa, og leiddi þetta af sér stefnubreytingu á síðunni. Þrátt fyrir bakgrunn Poole telja margir að færni hans og reynsla í kringum samskiptamiðla gæti reynst Google drjúg.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira