Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2016 19:00 Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15. Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15.
Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30