Hamilton: Formúla 1 í ólagi og stefnulaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:00 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso. Formúla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso.
Formúla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira