Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Snærós Sindradóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þúsundir mynda af ungum stúlkum eru í dreifingu á netinu. Umfangið kom félagsfræðingnum Hildi Friðriksdóttur mjög á óvart. Visir/Getty „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira