Dýna úr íslenskri ull Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2016 18:00 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Litten Nyström og Þórunn Eymundardóttir skipa hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði. mynd/RoShamBo Hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði kynnti dýnu úr íslenskri ull á nýliðnum HönnunarMars. Dýnan er fyllt með mislitri ull sem annars er lítið notuð. Þá hefur teymið einnig hannað trébekk undir dýnuna.„Við erum myndlistarmenn, handverksmenn og hönnuðir í einum kokteil, eins konar þríhöfða hönnunarteymi sem unnið hefur saman frá 2012. Verkefnalistinn er afar fjölbreyttur en öll tengjast verkefnin þó menningu og hönnun og því að skoða hvaða tækifæri liggja ónýtt í kringum okkur,“ útskýrir Þórunn Eymundardóttir sem ásamt Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Litten Nyström skipar hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði.Dýnan Ró var kynnt á HönnunarMars við góðar undirtektirRoShamBo kynnti á HönnunarMars dýnu sem fyllt er með íslenskri ull. Þórunn segir teymið hafa unnið að þróun dýnunnar í þrjú ár og nú er hún komin á markað. Þær annast framleiðsluna sjálfar á verkstæði sínu á Seyðisfirði.Von er á legubekk úr tré undir dýnuna á markað á næstu mánuðum.„Dýnan Ró er nýjasta verkefnið okkar og það stærsta. Hún er sprottin upp úr vangaveltum um það hráefni sem er í kringum okkur. Við könnuðum hvort við gætum gert dýnu úr íslenskri ull og notum mislitu ullina sem fyllingu. Áklæðið er 100% ullaráklæði frá danska fyrirtækin Kvadrat. Þetta er hágæðaáklæði sem bæði er ofið og þæft og er það þétt að það mátti sleppa öllum millilögum úr bómull, sem annars er yfirleitt notuð í dýnur en með því hefðu eiginleikar ullarinnar tapast,“ útskýrir Þórunn. „Dýnan er afar falleg og dásamlegt að sofa á henni en það er löng hefð fyrir ullardýnum í Skandinavíu. Ullardýnur eru meðal annars tilvaldar fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og náttúrunni,“ segir Þórunn. Fylling dýnunnar er íslensk mislit ull sem lítið er nýtt í annað. Áklæðið er 100% ull, ofið og þæft svo engin millilög úr bómull þurfti í dýnuna.Dýnuna má nota á marga vegu. Sem yfirdýnu ofan á aðra dýnu, eða beint ofan á þéttan rimlabotn eða ofinn taubotn. Þórunn segir dýnuna vel nýtast inni í stofu, samanbrotna á gólfi eða á legubekk. „Við höfum einnig hannað legubekk undir dýnuna sem hægt er að panta hjá okkur. Dýnuna er hægt að panta í öllum hefðbundnum rúmstærðum og einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir,“ segir Þórunn. Nánar má forvitnast um dýnuna Ró á síðunni www.ro-selection.com og undir roselection á Facebook. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði kynnti dýnu úr íslenskri ull á nýliðnum HönnunarMars. Dýnan er fyllt með mislitri ull sem annars er lítið notuð. Þá hefur teymið einnig hannað trébekk undir dýnuna.„Við erum myndlistarmenn, handverksmenn og hönnuðir í einum kokteil, eins konar þríhöfða hönnunarteymi sem unnið hefur saman frá 2012. Verkefnalistinn er afar fjölbreyttur en öll tengjast verkefnin þó menningu og hönnun og því að skoða hvaða tækifæri liggja ónýtt í kringum okkur,“ útskýrir Þórunn Eymundardóttir sem ásamt Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Litten Nyström skipar hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði.Dýnan Ró var kynnt á HönnunarMars við góðar undirtektirRoShamBo kynnti á HönnunarMars dýnu sem fyllt er með íslenskri ull. Þórunn segir teymið hafa unnið að þróun dýnunnar í þrjú ár og nú er hún komin á markað. Þær annast framleiðsluna sjálfar á verkstæði sínu á Seyðisfirði.Von er á legubekk úr tré undir dýnuna á markað á næstu mánuðum.„Dýnan Ró er nýjasta verkefnið okkar og það stærsta. Hún er sprottin upp úr vangaveltum um það hráefni sem er í kringum okkur. Við könnuðum hvort við gætum gert dýnu úr íslenskri ull og notum mislitu ullina sem fyllingu. Áklæðið er 100% ullaráklæði frá danska fyrirtækin Kvadrat. Þetta er hágæðaáklæði sem bæði er ofið og þæft og er það þétt að það mátti sleppa öllum millilögum úr bómull, sem annars er yfirleitt notuð í dýnur en með því hefðu eiginleikar ullarinnar tapast,“ útskýrir Þórunn. „Dýnan er afar falleg og dásamlegt að sofa á henni en það er löng hefð fyrir ullardýnum í Skandinavíu. Ullardýnur eru meðal annars tilvaldar fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og náttúrunni,“ segir Þórunn. Fylling dýnunnar er íslensk mislit ull sem lítið er nýtt í annað. Áklæðið er 100% ull, ofið og þæft svo engin millilög úr bómull þurfti í dýnuna.Dýnuna má nota á marga vegu. Sem yfirdýnu ofan á aðra dýnu, eða beint ofan á þéttan rimlabotn eða ofinn taubotn. Þórunn segir dýnuna vel nýtast inni í stofu, samanbrotna á gólfi eða á legubekk. „Við höfum einnig hannað legubekk undir dýnuna sem hægt er að panta hjá okkur. Dýnuna er hægt að panta í öllum hefðbundnum rúmstærðum og einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir,“ segir Þórunn. Nánar má forvitnast um dýnuna Ró á síðunni www.ro-selection.com og undir roselection á Facebook.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira