Tvö þingmannamál Páls Vals samþykkt á þingi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:27 Þingmannamál ná sjaldan að fara alla leið á Alþingi en Páll Valur fékk tvö mál samþykkt í dag; eina þingsályktun og eina lagabreytingu. Mynd/Björt framtíð Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016 Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira