Próf sem þessi eru orðin mjög algeng við útgáfu nýrra síma eftir Bendgate málið svokallaða.
Samsung hefur gefið út að símarnir eigi að vera vatnsþolnir eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur og var sú staðhæfing tekin til skoðunar.
Eftir að hafa verið á um eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur, virkuðu báðir Samsung símarnir nærri því að fullu. Hátalarar símanna höfðu þó skemmst og var hljóð mjög slæmt.
Eftir 30 mínútur á kafi heyrðist ekkert hljóð frá iPhone 6s og skjárinn skemmdist. iPhone 6s Plus byrjaði að bila eftir tíu mínútur og varð ónýtur eftir 24 mínútur.
Í myndbandi Square Trade, sem sjá má hér að neðan, er einnig farið yfir hvernig símarnir standa af sér fall og hvort þeir bogni auðveldlega.
Á vef Mashable er rifjað upp að við útgáfu Galaxy S6 símanna gagnrýndi Samsung prófanir Square Trade. Fyrirtækið fór fram á að átaksprófið yrði gert aftur með þremur átakspunktum í stað eins.