Þriðja plata Stone Roses væntanleg Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 13:33 Visir/EMI Breska sveitin The Stone Roses hefur tilkynnt um útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þetta eru merkilegar fréttir í ljósi þess að rúmlega 21 ár eru liðin frá því að sveitin gaf út síðustu plötu sína. Platan kemur út í sumar og á henni verður einungis ný tónlist. Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveitin í tónleikaferð um heiminn sem byrjar með þrennum tónleikum í Etihad leikvanginum í heimaborg þeirra Manchester. Endurvakning The Stone Roses árið 2011 vakti töluverða athygli en þá kom sveitin saman og fór í stutta tónleikaferð sem endaði með stærðarinnar tónleikum í Heaton Park í Manchester fyrir um 150 þúsund manns. Í heimildarmynd um þá endurkomu, Stone Roses: Made of Stone, mátti sjá hversu brothætt samstarfs liðsmanna fjögurra í raun er en sú tónleikahryna endaði með ósköpunum. Það að sveitin sé því að koma aftur núna með nýja plötu hljómar eins og kraftaverk í eyrum aðdáenda. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska sveitin The Stone Roses hefur tilkynnt um útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þetta eru merkilegar fréttir í ljósi þess að rúmlega 21 ár eru liðin frá því að sveitin gaf út síðustu plötu sína. Platan kemur út í sumar og á henni verður einungis ný tónlist. Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveitin í tónleikaferð um heiminn sem byrjar með þrennum tónleikum í Etihad leikvanginum í heimaborg þeirra Manchester. Endurvakning The Stone Roses árið 2011 vakti töluverða athygli en þá kom sveitin saman og fór í stutta tónleikaferð sem endaði með stærðarinnar tónleikum í Heaton Park í Manchester fyrir um 150 þúsund manns. Í heimildarmynd um þá endurkomu, Stone Roses: Made of Stone, mátti sjá hversu brothætt samstarfs liðsmanna fjögurra í raun er en sú tónleikahryna endaði með ósköpunum. Það að sveitin sé því að koma aftur núna með nýja plötu hljómar eins og kraftaverk í eyrum aðdáenda.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira