Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á Evrópumóti ungmenna í keilu | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 06:00 mynd/jóhann ágúst jóhannsson Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram. Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira