Meðal annars sagði hún að Barack Obama væri api og að Adolf Hitler gæti staðið sig betur sem forseti Bandaríkjanna.
Fyrirtækið segist nú ætla að gera breytingar á Tay.
Samkvæmt Sky News er Tay hönnuð til að tjá sig með því að svara með texta, giska á hvað emoji-karlar þýða og bregðast við myndum.
Síðasta tístið frá Tay var um að hún þyrfti að fara að sofa. Tístið má sjá hér að neðan, en Twittersíðu Tay má sjá hér.
c u soon humans need sleep now so many conversations today thx
— TayTweets (@TayandYou) March 24, 2016