Afturelding er bikarmeistari kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þróttur frá Neskaupsstað í úrslitaleik liðanna í Laugardalshöll í dag.
Afturelding byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu hrinuna með níu stiga mun, 25-16, en hrina tvö var mun jafnari.
Mosfellingar voru þó einnig sterkari í hrinu tvö og unnu hrinuna með þremur stigum, 25-22. Þróttarar leiddu framan af þriðju hrinu, en svo sneru Mosfellingar taflinu við og þriðja hrinan endaði með 25-18 sigri Aftureldingu.
3-0 sigur Aftureldingar staðreynd sem er því bikarmeistari kvenna í blaki, en í karlaflokki mætast KA og Þróttur Neskaupsstað.
Afturelding bikarmeistari kvenna í blaki
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


