Afturelding er bikarmeistari kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þróttur frá Neskaupsstað í úrslitaleik liðanna í Laugardalshöll í dag.
Afturelding byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu hrinuna með níu stiga mun, 25-16, en hrina tvö var mun jafnari.
Mosfellingar voru þó einnig sterkari í hrinu tvö og unnu hrinuna með þremur stigum, 25-22. Þróttarar leiddu framan af þriðju hrinu, en svo sneru Mosfellingar taflinu við og þriðja hrinan endaði með 25-18 sigri Aftureldingu.
3-0 sigur Aftureldingar staðreynd sem er því bikarmeistari kvenna í blaki, en í karlaflokki mætast KA og Þróttur Neskaupsstað.

