SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Bjarki Ármannsson skrifar 8. apríl 2016 23:04 Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Vísir/EPA Blað var brotið í sögu geimferða í dag þegar SpaceX, einkareknu geimferðafyrirtæki í eigu hins litríka Elon Musk, tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Eldflaugin færði Alþjóðageimstöðinni birgðir en tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að taka skref í átt að því að gera ferðalög út í geiminn ódýrari. Alla jafna virka geimferðir þannig að eldflaugar losa sig við óþarfa hluta jafnóðum sem eru einfaldlega látnir hrapa í hafið. Eins og gefur að skilja, er þetta gríðarlega kostnaðarsamt og hefur Musk líkt þessu við það að fleygja nýrri farþegaþotu eftir eina flugferð.Samkvæmt áætlun SpaceX munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.Mynd/SpaceXSpaceX hefur þannig stefnt að því lengi að draga úr kostnaði með því að endurnýta þessa hluta eldflaugarinnar. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu. Líkt og fyrr segir, hefur tilraunir til að framkvæma þessa áætlun gengið brösuglega til þessa. Hlutarnir lentu ýmist of harkalega á drónanum, ultu um koll eða hreinlega sprungu í tætlur. Í þetta sinn gekk hinsvegar allt upp.Landing from the chase plane pic.twitter.com/2Q5qCaPq9P— SpaceX (@SpaceX) April 8, 2016 Tengdar fréttir Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Blað var brotið í sögu geimferða í dag þegar SpaceX, einkareknu geimferðafyrirtæki í eigu hins litríka Elon Musk, tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið reynir slíka lendingu og í fyrsta sinn sem það tekst. Eldflaugin færði Alþjóðageimstöðinni birgðir en tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að taka skref í átt að því að gera ferðalög út í geiminn ódýrari. Alla jafna virka geimferðir þannig að eldflaugar losa sig við óþarfa hluta jafnóðum sem eru einfaldlega látnir hrapa í hafið. Eins og gefur að skilja, er þetta gríðarlega kostnaðarsamt og hefur Musk líkt þessu við það að fleygja nýrri farþegaþotu eftir eina flugferð.Samkvæmt áætlun SpaceX munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu.Mynd/SpaceXSpaceX hefur þannig stefnt að því lengi að draga úr kostnaði með því að endurnýta þessa hluta eldflaugarinnar. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins munu drónar líkt og sá sem notaður var í dag bíða á hafi úti eftir því að „grípa“ hlutana sem eldflaugin losar sig við á leið út úr gufuhvolfinu. Líkt og fyrr segir, hefur tilraunir til að framkvæma þessa áætlun gengið brösuglega til þessa. Hlutarnir lentu ýmist of harkalega á drónanum, ultu um koll eða hreinlega sprungu í tætlur. Í þetta sinn gekk hinsvegar allt upp.Landing from the chase plane pic.twitter.com/2Q5qCaPq9P— SpaceX (@SpaceX) April 8, 2016
Tengdar fréttir Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36