Í gær birti hún sjálfa forsíðuna á Instagram síðu sinni þar sem hún orðar það afskaplega smekklega að myndinni hafi verið breytt.
Hún segir að það sé heiður að vera á forsíðunni og að hún beri virðingu fyrir Adweek, en það sé skrýtið að horfa á mynd af sér sem er svona frábrugðin spegilmynd sinni.
Á umræddri mynd hefur húð hennar verið lýst sem og að hárinu og höfuðlaginu hefur verið gjörbreytt. Dæmi nú hver fyrir sig?
