Infantino brugðið og harðneitar sök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 07:45 Vísir Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin. Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin.
Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16