Alþjóðlegir bankarisar, meðal annars HSBC, Credit Suisse og Coutts Trustees (sem er í eign Royal Bank of Scotland) hafa neitað því að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við uppsetningu aflandsfélaga í skattaskjóli til að forðast skattgreiðslur.
BBC greinir frá því að bankarnir séu allir nefndir í Panama-skjölunum, ellefu milljón skjölum um aflandsfélög.
Bankarnir eru sakaðir um að hafa aðstoðað við uppsetningu reikninga til þess að skattayfirvöld gætu ekki séð peningaflæðið.
Bankarisar segjast ekki hafa aðstoðað við uppsetningu aflandsfélaga
