Volkswagen bætir í jepplingaflóruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 15:15 Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent
Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent