„Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp, á hvaða stað erum við þá?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 21:51 Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56