„Það er búið að niðurlægja heila þjóð“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 15:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ómyrkir í máli í garð forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar á Alþingi í dag. vísir/ernir „Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“ Panama-skjölin Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
„Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra hefur ákveðið með að segja ekki satt, með að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram með því að segja ekki allan sannleikann. Þá hefur hann niðurlægt okkur, sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og voru þeir ómyrkir í máli og kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrir liggur tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, þing verði rofið og nýjar kosningar verði haldnar. „Forsætisráðherra segir bara nananana, komið bara með vantraust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata á Alþingi þegar hann krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá.Sigmundur Davíð á þingi í dag.Vísir/Snærós„Ætla þingmenn að verja þessa hegðun og þetta ástand. Hvað ætla þeir að segja við erlenda ráðamenn þegar þeir koma hingað til lands? Ætlum virkilega að láta þetta viðgangast,“ bætti Helgi Hrafn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögu um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kvartaði undan því að forsætisráðherra skyldi ekki hefja fund á skýrslu um málið. „Það er eðlilegt að hér hefði fundurinn hafist á skýrslu forsætisráðherra um stöðu mála. Það er eðlilegt að hann virti þjóðina og þingið þess að opna umræðuna um þetta mál,“ sagði Árni Páll sem gerði einnig að umtalsefni að forsætisráðherra væri í slæmum félagsskap í lekanum á Panama-skjölunum. Undir þetta tók Katrín Jakobsóttir, formaður Vinstri grænna. „Fréttir dagsins ekki bara hér á Íslandi heldur í heiminum eru þær að það er einn vestrænn þjóðarleiðtogi á lista yfir þá leiðtoga sem geyma fé í skattaskjólum og það er forsætisráðherra Íslands,“ sagði Katrín. „Alþingi þarf að ræða það hvernig við og íslenskt samfélagar ætlar að taka á þessum alvarlega trúnaðabrest,“ bætti hún við. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttar Proppé, segir ljóst að ekki hafi allir fengið að vera með í þeirri verð að byggja upp trúverðugt samfélag eftir hrun. „Eftir hrunið myndaðist sátt um allt samfélagið að byggja upp. Láta trúverðugleika og heiðarleika vera okkar merki. Reyna að endurvinna trúvergðugleika í augum heimsins,“ sagði Óttar. „Það sem hefur komið í ljós síðustu daga er að ekki voru allir með í þeirri ferð.“„Helvítis fokking fokk“Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar minnti þingmenn á frægt skilti sem sást í búsáhaldabyltingunni. „Helvítis fokking fokk. Þannig líður mér. Mér líður eins og það starf sem margir hafa reynt að inna af hendi af heiðarleika, allt það starfs er í klessu núna.“ Eftir ræðu Guðmunds bað Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þingmenn um að gæta orða sinna og nota ekki svigurmæli í ræðum sínum. Róbert Marshall, samflokksmaður Guðmundar tók þessa áminningu forseta óstinnt upp. „Um hvað erum við að tala? Um hvað erum við að ræða? Undanfarnar vikur, tvær vikur, og allt þetta kjörtímabil hefur hann haldið hagsmunum sínum leyndum fyrir þjóðinni.“ „Og í gærkvöldi horfði öll heimsbyggðin hann ljúga að sér að hann ætti ekki neitt í þessu félagi. Mann ber að beinum lygum í sjónvarpi. Horft á þetta um allan heim. Eigum við að gæta að ummælum okkar í ræðustól. Er það aðalatriðið? Hver einasta mínúta skaðar orðspor og ímynd íslands á alþjóðavettvangi.“
Panama-skjölin Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira