Í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni og tóku til eigna Íslendinga í skattaskólum er að finna upplýsingar um félög forsætis-, fjármála-, og innanríkisráðherra.
Þetta kemur fram í umfjöllun Süddeutsche Zeitung um Panama-skjölin sem opinberuð voru í kvöld.
Gögnin sem skattrannsóknarstjóri fékk í hendur taka til um 250 fyrirtækja í eigu Íslendinga í skattaskjólum; þeirra á meðal Wintris Inc. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Falson & Co Bjarna Benediktssonar og Dooley Securities S.A. Ólafar Nordal.
Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum
Í umfjöllun Süddeutsche er aðdragandinn að kaupum gagnanna rakinn. Þannig eru tíunduð ummæli fjármálaráðherra um að „algjörlega óhugsandi“ væri að „gefa huldumanni fulla seðlatösku af peningum“ sem og efasemdir forsætisráðherra um að gögnin væru nytsamleg.
Þá sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í febrúar á síðasta ári að hún gæti ekki keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fyrir kaupunum.
Sjá einnig: Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra
Það var svo í apríl á liðnu ári sem gengið var að kaupunum.
Félög ráðherranna að finna í keyptu skattagögnunum
Tengdar fréttir
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris
Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal.
Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn.
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum
Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum