Skipaflutningar mun minni um norðurslóðir en spáð var Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 20:00 Annað árið í röð hafa skipaflutningar norðausturleiðina um Íshafið hrapað, og reyndust í fyrra aðeins þrjú prósent af því sem þeir voru fyrir tveimur árum. Þetta gengur þvert á allar spár. Það hefur verið talað um norðurslóðasiglingar sem eitt af tækifærunum sem fylgja myndu bráðnun íshellunnar. Í stað þess að fara um Súezskurðinn gætu skipafélög stytt siglingatímann milli Evrópu og Austur-Asíu um fjórðung með því að sigla norðausturleiðina meðfram ströndum Rússlands. Íslendingar sáu áhuga stórvelda birtast meðal annars með siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans beint frá Kína til Íslands þessa leið og áhuga erlendra fyrirtækja birtast með rannsóknarfjármunum til þjónustuhafnar við Langanes. Tölur bentu raunar til þess fyrir þremur árum að alþjóðlegir skipaflutningar um norðausturleiðina færu hraðvaxandi en árið 2013 nam fraktin 1.176 þúsund tonnum. Árið 2014 gerðist hið óvænta, fraktin féll niður í 274 þúsund tonn, og hrunið varð svo enn meira í fyrra, aðeins 39.500 tonn, þar af 1.800 tonn af íslensku hvalkjöti, sem reyndist fimm prósent flutninganna árið 2015. Viðskiptabann og versnandi samskipti Rússlands og vesturlanda vegna Úkraínu voru talin eiga þátt í samdrættinum enda liggur norðausturleiðin um efnahagslögsögu Rússa og skipin eru háð þjónustu frá kjarnorkuknúnum ísbrjótum þeirra. En málið er þó talið flóknara. Skipafélög telja óvissu um öryggi og siglingar um íshafið séu lítt kræsilegar með takmarkaðri björgunarþjónustu og lélegu netsambandi. Þá verði að gera ráð fyrir illviðri og rekís sem kalli á dýrari skip. Stærsta skýring gæti þó legið í verðhruni á olíu. Þegar olían er svo ódýr sem nú hefur hvatinn minnkað til að ná fram sparnaði í siglingatíma, sem að auki gæti kostað skipafélög fjárfestingar í nýjum skipum.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík. Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Annað árið í röð hafa skipaflutningar norðausturleiðina um Íshafið hrapað, og reyndust í fyrra aðeins þrjú prósent af því sem þeir voru fyrir tveimur árum. Þetta gengur þvert á allar spár. Það hefur verið talað um norðurslóðasiglingar sem eitt af tækifærunum sem fylgja myndu bráðnun íshellunnar. Í stað þess að fara um Súezskurðinn gætu skipafélög stytt siglingatímann milli Evrópu og Austur-Asíu um fjórðung með því að sigla norðausturleiðina meðfram ströndum Rússlands. Íslendingar sáu áhuga stórvelda birtast meðal annars með siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans beint frá Kína til Íslands þessa leið og áhuga erlendra fyrirtækja birtast með rannsóknarfjármunum til þjónustuhafnar við Langanes. Tölur bentu raunar til þess fyrir þremur árum að alþjóðlegir skipaflutningar um norðausturleiðina færu hraðvaxandi en árið 2013 nam fraktin 1.176 þúsund tonnum. Árið 2014 gerðist hið óvænta, fraktin féll niður í 274 þúsund tonn, og hrunið varð svo enn meira í fyrra, aðeins 39.500 tonn, þar af 1.800 tonn af íslensku hvalkjöti, sem reyndist fimm prósent flutninganna árið 2015. Viðskiptabann og versnandi samskipti Rússlands og vesturlanda vegna Úkraínu voru talin eiga þátt í samdrættinum enda liggur norðausturleiðin um efnahagslögsögu Rússa og skipin eru háð þjónustu frá kjarnorkuknúnum ísbrjótum þeirra. En málið er þó talið flóknara. Skipafélög telja óvissu um öryggi og siglingar um íshafið séu lítt kræsilegar með takmarkaðri björgunarþjónustu og lélegu netsambandi. Þá verði að gera ráð fyrir illviðri og rekís sem kalli á dýrari skip. Stærsta skýring gæti þó legið í verðhruni á olíu. Þegar olían er svo ódýr sem nú hefur hvatinn minnkað til að ná fram sparnaði í siglingatíma, sem að auki gæti kostað skipafélög fjárfestingar í nýjum skipum.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík.
Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00