Gerir ýmislegt fyrir hitann Stefán Þór Hjartason skrifar 2. apríl 2016 11:00 Vísir/Getty Á Facebook má finna félagsskap chili-unnenda í hópnum Ég ann chili. Í klúbbnum eru meira en 200 meðlimir og eru umræðuefnin á síðunni nánast allt það sem tengist þessum forláta ávexti, svo sem hinar ýmsu sósur og hvar þær fást keyptar, uppskriftum er deilt á milli, styrkleiki rétta á veitingahúsum bæjarins (sem og erlendis) er ræddur og metinn og meira að segja má þar finna góð ráð tengd garðyrkju. Við fengum þrjá chili-gæðinga úr grúppunni til að segja frá góðum minningum tengdum neyslu á chili.Steinþór Helgi Arnsteinsson, chili-áhugamaður hefur lent í ýmsum ævintýrumTár, bros og TennesseeSteinþór Helgi Arnsteinsson, Gettu betur dómari, Steinþór er mikill smekkmaður þegar kemur að chili-pipar og hefur lent í ýmsum ævintýrum í leit sinni að sterkum mat. Hans eftirminnilegasta reynsla tengd piparnum góða átti sér stað á ferðalagi hans um Bandaríkin, réttara sagt í Nashville, Tennessee. „Heimamaður hafði bent mér á stað sem heitir Prince's Hot Chicken Shack. Sagan segir að staðurinn hafi verið stofnaður út frá uppskrift frá konu sem ætlaði að reyna að drepa manninn sinn með of sterkri sósu en hann varð víst svo ánægður með matinn að þau ákváðu bara að opna veitingastað. Þegar ég mætti á svæðið reyndist staðurinn vera algjör hola og staðsettur langt frá alfaraleið. Ég var náttúrulega voða montinn og bað bara um að fá sterkasta kjúllann á matseðlinum en afgreiðslukonan setti strax upp mikinn efasvip og spurði hvort ég hefði prófað áður. Þegar ég sagði að svo væri ekki neitaði hún að láta mig fá sterkasta en með smá tregðu lét hún mig fá næststerkustu sósuna. Eftir máltíðina þar sem ég sit við borðið mitt, svitnandi og grátandi af bæði gleði og sársauka kemur gamla konan sem hafði afgreitt mig úr eldhúsinu, starir á mig kveljast og segir svo: „That chicken sure is hot, ain't it!?“ og byrjar að öskurhlæja að mér. Um kvöldið fór ég svo á tónleika og það var þar sem raunverulegu kvalirnar hófust – ó, hvað það sveið!“Auður Kolbrá Birgisdóttir, lögfræðingur og chilifíkillHeitt stefnumótAuður Kolbrá Birgisdóttir, lögfræðingur, Auður fór einu sinni á stefnumót á veitingastaðnum Ban Thai. „Hann býður mér út að borða eitt sunnudagskvöld og ég sting upp á Ban Thai. Þegar hann er burtu frá borðinu þá panta ég réttinn minn sem er tofu og grænmeti í rauðu karrýi að mig minnir og sá réttur fær 5 chili á styrkleikaskala staðarins. Hann kemur aftur og fær sér Pad Thai, sem inniheldur alls engan chili. Við vorum þarna nýfarin að hittast og þetta var kannski fjórða stefnumótið okkar. Undir lok máltíðarinnar biður hann um að fá að smakka mitt og það er ekkert mál, hann tekur bita en skyndilega byrjar svitinn að fossa úr andlitinu á honum. Hann spyr hvort það sé ekki eitthvað skrítið að ég var búin að borða nánast allt af diskinum og ekkert sást á mér. Eftir að hafa drukkið vatn og bjór til skiptis stendur hann upp og hleypur inn á klósett. Þrátt fyrir þetta skrítna stefnumót erum við enn saman í dag, ég hef síðan alið hann vel upp og hann er farinn að geta borðað jafn sterkt og ég – hann svitnar samt enn jafn mikið og hann gerði þarna þetta kvöld.“Stígur Helgason, vörustjóri fór í chili vímu í BerlínChili NirvanaStígur Helgason, yfirmaður vöruþróunar hjá QuizUp, Stígur hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að því að borða eldheitan mat. Allt frá því að hafa verið auðmýktur á nepölskum veitingastað í London til þess að ná æðsta takmarki chili-áhugamannsins; algjörri endorfínvímu. „Það sterkasta sem ég hef borðað – með fullri virðingu fyrir fimm pipra réttunum á Ban Thai – eru svokallaðir Napalm-vængir á hamborgarastaðnum The Bird í Berlín. Í einhvers konar macho-rúsi þrælaði ég í mig sex svoleiðis vængjum sumarið 2013, til að forða hópnum sem ég var í frá þeirri niðurlægingu að þurfa að leifa ellefu af þeim tólf vængjum sem við höfðum pantað. Það er skemmst frá því að segja að þetta leiddi mig í skammvinnan en dásamlegan chili-trans – ég fór bókstaflega í vímu. Ég fékk náladofa í útlimi, notalegar hjartsláttartruflanir, mig svimaði og ég átti erfitt með gang í 20 mínútur. Og svo átti ég líka skemmtilega stund með sjálfum mér á flugvallarklósetti daginn eftir.“Af hverju að borða allt þetta chili? Fólk vant venjulegum íslenskum heimilismat á líklega í erfiðleikum með að tengja við mikið chili-át enda er það eðli chili-pipars að valda brunaviðbrögðum og sársauka hjá hverjum þeim sem leggur sér hann til munns eins og flestir kannast við. Þessi undarlega hegðun verður mögulega útskýrð með því að það er efnið capsaicin sem veldur brunanum sem fylgir chili-áti. Efnið skaðar ekki líkamann en það platar hann til að halda að svo sé. Við það losar heilinn um taugaboðefnið endorfín sem vekur upp vellíðunartilfinningu hjá neytandanum og það er einmitt það sem aðdáendur ávaxtarins eltast við. Reyndar vilja sumir meina að neysla á chili sé líka eins konar manndómspróf en hér skal það látið liggja á milli hluta.Scoville-skalinn Hiti chili-piparsins er mælanlegur á þar til gerðum skala sem er kenndur við Wilbur Scoville nokkurn. Hann var bandarískur apótekari sem fann upp á skalanum árið 1912. Mælingaraðferð hans var ekkert sérstaklega vísindaleg en hún byggðist á því að piparinn var leystur upp í alkóhóli og síðan var blandan þynnt með sykurvatni þar til fimm manna nefnd smakkara fann ekki lengur fyrir hita í henni. Í dag eru töluvert flóknari aðferðir notaðar en þó eru niðurstöðurnar enn færðar yfir í Scoville heat units eða SHU. Garðyrkja Matur Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Á Facebook má finna félagsskap chili-unnenda í hópnum Ég ann chili. Í klúbbnum eru meira en 200 meðlimir og eru umræðuefnin á síðunni nánast allt það sem tengist þessum forláta ávexti, svo sem hinar ýmsu sósur og hvar þær fást keyptar, uppskriftum er deilt á milli, styrkleiki rétta á veitingahúsum bæjarins (sem og erlendis) er ræddur og metinn og meira að segja má þar finna góð ráð tengd garðyrkju. Við fengum þrjá chili-gæðinga úr grúppunni til að segja frá góðum minningum tengdum neyslu á chili.Steinþór Helgi Arnsteinsson, chili-áhugamaður hefur lent í ýmsum ævintýrumTár, bros og TennesseeSteinþór Helgi Arnsteinsson, Gettu betur dómari, Steinþór er mikill smekkmaður þegar kemur að chili-pipar og hefur lent í ýmsum ævintýrum í leit sinni að sterkum mat. Hans eftirminnilegasta reynsla tengd piparnum góða átti sér stað á ferðalagi hans um Bandaríkin, réttara sagt í Nashville, Tennessee. „Heimamaður hafði bent mér á stað sem heitir Prince's Hot Chicken Shack. Sagan segir að staðurinn hafi verið stofnaður út frá uppskrift frá konu sem ætlaði að reyna að drepa manninn sinn með of sterkri sósu en hann varð víst svo ánægður með matinn að þau ákváðu bara að opna veitingastað. Þegar ég mætti á svæðið reyndist staðurinn vera algjör hola og staðsettur langt frá alfaraleið. Ég var náttúrulega voða montinn og bað bara um að fá sterkasta kjúllann á matseðlinum en afgreiðslukonan setti strax upp mikinn efasvip og spurði hvort ég hefði prófað áður. Þegar ég sagði að svo væri ekki neitaði hún að láta mig fá sterkasta en með smá tregðu lét hún mig fá næststerkustu sósuna. Eftir máltíðina þar sem ég sit við borðið mitt, svitnandi og grátandi af bæði gleði og sársauka kemur gamla konan sem hafði afgreitt mig úr eldhúsinu, starir á mig kveljast og segir svo: „That chicken sure is hot, ain't it!?“ og byrjar að öskurhlæja að mér. Um kvöldið fór ég svo á tónleika og það var þar sem raunverulegu kvalirnar hófust – ó, hvað það sveið!“Auður Kolbrá Birgisdóttir, lögfræðingur og chilifíkillHeitt stefnumótAuður Kolbrá Birgisdóttir, lögfræðingur, Auður fór einu sinni á stefnumót á veitingastaðnum Ban Thai. „Hann býður mér út að borða eitt sunnudagskvöld og ég sting upp á Ban Thai. Þegar hann er burtu frá borðinu þá panta ég réttinn minn sem er tofu og grænmeti í rauðu karrýi að mig minnir og sá réttur fær 5 chili á styrkleikaskala staðarins. Hann kemur aftur og fær sér Pad Thai, sem inniheldur alls engan chili. Við vorum þarna nýfarin að hittast og þetta var kannski fjórða stefnumótið okkar. Undir lok máltíðarinnar biður hann um að fá að smakka mitt og það er ekkert mál, hann tekur bita en skyndilega byrjar svitinn að fossa úr andlitinu á honum. Hann spyr hvort það sé ekki eitthvað skrítið að ég var búin að borða nánast allt af diskinum og ekkert sást á mér. Eftir að hafa drukkið vatn og bjór til skiptis stendur hann upp og hleypur inn á klósett. Þrátt fyrir þetta skrítna stefnumót erum við enn saman í dag, ég hef síðan alið hann vel upp og hann er farinn að geta borðað jafn sterkt og ég – hann svitnar samt enn jafn mikið og hann gerði þarna þetta kvöld.“Stígur Helgason, vörustjóri fór í chili vímu í BerlínChili NirvanaStígur Helgason, yfirmaður vöruþróunar hjá QuizUp, Stígur hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að því að borða eldheitan mat. Allt frá því að hafa verið auðmýktur á nepölskum veitingastað í London til þess að ná æðsta takmarki chili-áhugamannsins; algjörri endorfínvímu. „Það sterkasta sem ég hef borðað – með fullri virðingu fyrir fimm pipra réttunum á Ban Thai – eru svokallaðir Napalm-vængir á hamborgarastaðnum The Bird í Berlín. Í einhvers konar macho-rúsi þrælaði ég í mig sex svoleiðis vængjum sumarið 2013, til að forða hópnum sem ég var í frá þeirri niðurlægingu að þurfa að leifa ellefu af þeim tólf vængjum sem við höfðum pantað. Það er skemmst frá því að segja að þetta leiddi mig í skammvinnan en dásamlegan chili-trans – ég fór bókstaflega í vímu. Ég fékk náladofa í útlimi, notalegar hjartsláttartruflanir, mig svimaði og ég átti erfitt með gang í 20 mínútur. Og svo átti ég líka skemmtilega stund með sjálfum mér á flugvallarklósetti daginn eftir.“Af hverju að borða allt þetta chili? Fólk vant venjulegum íslenskum heimilismat á líklega í erfiðleikum með að tengja við mikið chili-át enda er það eðli chili-pipars að valda brunaviðbrögðum og sársauka hjá hverjum þeim sem leggur sér hann til munns eins og flestir kannast við. Þessi undarlega hegðun verður mögulega útskýrð með því að það er efnið capsaicin sem veldur brunanum sem fylgir chili-áti. Efnið skaðar ekki líkamann en það platar hann til að halda að svo sé. Við það losar heilinn um taugaboðefnið endorfín sem vekur upp vellíðunartilfinningu hjá neytandanum og það er einmitt það sem aðdáendur ávaxtarins eltast við. Reyndar vilja sumir meina að neysla á chili sé líka eins konar manndómspróf en hér skal það látið liggja á milli hluta.Scoville-skalinn Hiti chili-piparsins er mælanlegur á þar til gerðum skala sem er kenndur við Wilbur Scoville nokkurn. Hann var bandarískur apótekari sem fann upp á skalanum árið 1912. Mælingaraðferð hans var ekkert sérstaklega vísindaleg en hún byggðist á því að piparinn var leystur upp í alkóhóli og síðan var blandan þynnt með sykurvatni þar til fimm manna nefnd smakkara fann ekki lengur fyrir hita í henni. Í dag eru töluvert flóknari aðferðir notaðar en þó eru niðurstöðurnar enn færðar yfir í Scoville heat units eða SHU.
Garðyrkja Matur Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira